Innlent

Frum­varp um laun Grind­víkinga sam­þykkt ein­róma

Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Stöð 2/Arnar

Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag.

Önnur og þriðja umræða um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, sem ætlað er að tryggja afkomu Grindvíkinga í þrjá mánuði, afturvirkt frá því að Grindavík var rýmd, fór fram á þinginu í dag.

Að þeim loknum fór fram atkvæðagreiðsla þar sem allir viðstaddir þingmenn samþykktu það.

Í frumvarpinu var gert ráð fyrir því að lögin myndu gilda frá 11. nóvember síðastliðnum og þannig tryggja laun Grindvíkinga allt frá því að þeir þurftu margir að leggja niður störf vegna jarðhræringa.

Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Guðmundur Ingi sagði þó í samtali við fréttastofu á dögunum að hann gerði ráð fyrir því að lögin myndu tryggja full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um.

„Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi.


Tengdar fréttir

„Við erum ekkert alveg búin með þennan atburð“

Jarðskjálftahviða var á kvikuganginum á Reykjanesi um miðnætti og segir jarðskjálftafræðingur það til marks um að enn sé kvika á hreyfingu í kvikuganginum. Ljóst sé að atburðinum sé ekki lokið.

Líkur á gosi í Grindavík fari hratt þverrandi

Talið er að kvikan undir kvikuganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta til. Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni þar og fara líkur á gosi hratt þverrandi með hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×