Innlent

Þing­maður Pírata hand­tekinn á skemmti­stað

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata var handtekinn á föstudag, að hennar sögn fyrir að hafa verið of lengi inni á salerni skemmistaðar. 
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata var handtekinn á föstudag, að hennar sögn fyrir að hafa verið of lengi inni á salerni skemmistaðar.  Vísir/Vilhelm

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, var hand­tek­in síðasta föstu­dag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins.

Mbl greindi fyrst frá en Arndís staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn. Segir hún ástæðu handtökunnar vera þá að hún hafi verið of lengi inn á salerni skemmtistaðarins. Af þeim sökum hafi átt að vísa henni út af staðnum, en hún hafi streist á móti og lögregla verið kölluð til.

Fagnar viðbrögðum lögreglu en segir handtökuna tilefnislausa 

Atvikið átti sér stað inn á skemmtistaðnum Kíkí. Arndís segist fagna viðbrögðum lögreglu vegna þess að Kíkí sé hinsegin staður þar sem einstaklingar í viðkvæmri stöðu komi saman. Þess vegna sé mikilvægt að lögregla hafi brugðist við án þess að spyrja spurninga.

„Bara þakk­ir fyr­ir hröð viðbrögð, þó þeir hafi ekk­ert vitað hvað var í gangi og að mínu mati að þetta væri með öllu til­efn­is­laust, sem sagt það sem ger­ist.“

Arndís segir við mbl að lögregla hafi keyrt sig heim og engin eftirmál hafi verið vegna málsins.

Ekki náðist í Arndísi Önnu við skrif fréttarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×