Innlent

Vara við fjölda hrein­dýra á vegum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Kjörsvæði hreindýra á Íslandi er á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum.
Kjörsvæði hreindýra á Íslandi er á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Austurlandi varar við fjölda hreindýra sem sést hafa á vegum víðsvegar um landshlutann. Ökumenn eru hvattir til að vera á varðbergi og aka á löglegum hraða.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fjöldi hreindýra hafi sést við og á hringveginum í Álftafirði, Hamarsfirði og Berufirði. Bent er á að erfitt geti verið að koma auga á dýrin í myrkri og að þau geti hlaupið fyrirvaralaust inn á veginn.

Árið 2020 drápust þrjú hreindýr þegar þau urðu fyrir bíl á Háreksstaðaleið á Austurlandi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×