Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Jón Þór Stefánsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. nóvember 2023 19:56 Maðurinn sem er grunaður um árásina afplánar átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps í Miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“ Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“
Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði