Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Lagið Í hjartanu yfir hafið kom út í dag. Auðunn Lúthersson Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. „Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ segir Auðunn. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Upptaka, hljóðblöndun og undirleikur er unninn af Auðunni sjálfum. „Það er hræðilegt að fylgjast með átökunum og mann langar að geta gert eitthvað. Út frá ráðaleysinu og sorginni fæðist þetta lag. Þetta er áminning um hvað við sem höfum hreint vatn, húsaskjól og mat eigum margt að vera þakklát fyrir,“ segir hann. Kynnir kærustuna fyrir Íslandi Auðunn hefur í mörgu að snúast en hann er að undirbúa tónleika sem fara fram í Iðnó þann 16. desember næstkomandi. Uppselt er á tónleikana. Cassandra, kærasta Auðuns, kemur með honum til landsins þar sem hann stefnir á að kynna hana fyrir landi og þjóð. Parið er búsett í Los Angeles þar sem kynni tókust með þeim. Hann birti fallegar myndir af kærustunni á Instagram á dögunum. Ef þær birtast ekki að neðan er ráð að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi. Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01 Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Styrkurinn er fyrst og fremst táknrænn. Svona streymisupphæðir eru óttalegt smotterí. Lagið samdi ég á Degi íslenskrar tungu og ég tók það upp samdægurs. Viku síðar er lagið komið út,“ segir Auðunn. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Upptaka, hljóðblöndun og undirleikur er unninn af Auðunni sjálfum. „Það er hræðilegt að fylgjast með átökunum og mann langar að geta gert eitthvað. Út frá ráðaleysinu og sorginni fæðist þetta lag. Þetta er áminning um hvað við sem höfum hreint vatn, húsaskjól og mat eigum margt að vera þakklát fyrir,“ segir hann. Kynnir kærustuna fyrir Íslandi Auðunn hefur í mörgu að snúast en hann er að undirbúa tónleika sem fara fram í Iðnó þann 16. desember næstkomandi. Uppselt er á tónleikana. Cassandra, kærasta Auðuns, kemur með honum til landsins þar sem hann stefnir á að kynna hana fyrir landi og þjóð. Parið er búsett í Los Angeles þar sem kynni tókust með þeim. Hann birti fallegar myndir af kærustunni á Instagram á dögunum. Ef þær birtast ekki að neðan er ráð að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Auðunn lét gamlan draum rætast í byrjun árs þegar hann flutti til Los Angeles. „Ég er þakklátur fyrir að vera kominn út og er spenntur fyrir framhaldinu þar sem ég er sífellt að kynnast nýju hæfileikaríku fólki,“ sagði Auðunn á dögunum í samtali við Vísi. Hann starfar við lagasmíð og framleiðslu dag frá degi.
Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01 Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Auður fann ástina erlendis Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast. 18. október 2023 12:01