Innlent

Strætó­bíl­stjórinn og far­þegi sluppu án meiðsla

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið átti sér stað í Hrútafirði um kvöldmatarleytið í gær.
Slysið átti sér stað í Hrútafirði um kvöldmatarleytið í gær. Aðsend

Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á þjóðveginum í Hrútafirði í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Strætó segir þá ekki hafa slasast í veltunni fyrir utan að hafa verið í nokkru áfalli.

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í samtali við fréttastofu að slysið hafi orðið í Hrútafirði, á kaflanum milli Staðarskála og Reykjaskóla. Um hafi verið að ræða landsbyggðarstætó á suðurleið, frá Akureyri til Reykjavíkur.

„Það mæta þarna sjúkrabíll og aðrir viðbragðsaðilar og hlúa að þeim. Sem betur fer voru þeir ekki alvarlega slasaðir. Þeir voru svo fluttir í Staðarskála,“ segir Jóhannes.

Hann segir að ekki sé búið að meta almennilega hvort miklar skemmdir hafi orðið á strætisvagninum. Það verði gert í dag eða á morgun, en spáð er áframhaldandi leiðindaveðri á þessum slóðum í dag.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×