Reykjanesbrautin næst því að uppfylla skilyrði um hærri hámarkshraða Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 13:50 Í svari ráðherrans Sigurðar Inga við fyrirspurn þingmannsins segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið sé á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. Vísir/Vilhelm/Egill Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er sá vegur á landinu sem kemst næst því að uppfylla skilyrði laga um fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetrar á klukkustund. Til að slíkt gæti yfir höfuð gerst þyrfti að ráðast í ýmsar framkvæmdir á veginum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hraðamörk á vegum. Vilhjálmur spurði þar ráðherrann hvort að skoðunar hefði komið að nýta heimild í umferðarlögum um aukinn hámarkshraða á einhverjum vegum landsins. Í umferðarlögum segir að ákveða megi hraðamörk, þó ekki hærri en 110 kílómetra á klukkustund, ef „akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því.“ Skýr skilyrði Í svari ráðherrans segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið er á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. öryggissvæði, uppfylli sambærileg skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, miðdeilir, uppfylli skilyrðin. Í fjórða lagi þarf að huga að óvörðum vegfarendum. Raukjanesbraut, horft til vesturs frá Hafnarfirði.Vísir/Egill Eins og staðan er í dag uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir hámarkshraða hærri en 90 km/klst. Auk nægilegs hönnunarhraða eru skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að hækka megi leyfilegan hámarkshraða á vegi eftirfarandi: Akstursstefnur séu aðgreindar. Vegamót séu mislæg. Breidd öryggissvæðis meðfram vegi sé nægjanleg. Miðjusvæði á milli akbrauta sé fullnægjandi. Hjólandi vegfarendum hafi verið tryggð örugg leið,“ segir í svarinu. Vantar ýmislegt upp á Ennfremur segir að Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur sé sá vegur sem komist næst því að uppfylla skilyrðin. Enn vanti þó nokkuð upp á og sé þar vísað til þess að öryggissvæði meðfram veginum uppfylli ekki kröfur fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetra hraða og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða 100 kílómetra hraða eða 110. „Í fyrra tilvikinu þyrfti að tryggja að lágmarki 15 metra breitt svæði án hvers kyns hindrana norðan og sunnan brautarinnar, en að lágmarki 18 metra breitt svæði í síðara tilvikinu, til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur,“ segir í svarinu. Sömuleiðis er bent á að miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli ekki skilyrðin. „Í miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti komist yfir á þann helming vegarins sem ekið er á í gagnstæða átt. Í dag eru vegrið einungis öðrum megin, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. -Auk þess er ekki göngu- og hjólastígur á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,“ segir í svari ráðherrans. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Alþingi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hraðamörk á vegum. Vilhjálmur spurði þar ráðherrann hvort að skoðunar hefði komið að nýta heimild í umferðarlögum um aukinn hámarkshraða á einhverjum vegum landsins. Í umferðarlögum segir að ákveða megi hraðamörk, þó ekki hærri en 110 kílómetra á klukkustund, ef „akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því.“ Skýr skilyrði Í svari ráðherrans segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið er á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. öryggissvæði, uppfylli sambærileg skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, miðdeilir, uppfylli skilyrðin. Í fjórða lagi þarf að huga að óvörðum vegfarendum. Raukjanesbraut, horft til vesturs frá Hafnarfirði.Vísir/Egill Eins og staðan er í dag uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir hámarkshraða hærri en 90 km/klst. Auk nægilegs hönnunarhraða eru skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að hækka megi leyfilegan hámarkshraða á vegi eftirfarandi: Akstursstefnur séu aðgreindar. Vegamót séu mislæg. Breidd öryggissvæðis meðfram vegi sé nægjanleg. Miðjusvæði á milli akbrauta sé fullnægjandi. Hjólandi vegfarendum hafi verið tryggð örugg leið,“ segir í svarinu. Vantar ýmislegt upp á Ennfremur segir að Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur sé sá vegur sem komist næst því að uppfylla skilyrðin. Enn vanti þó nokkuð upp á og sé þar vísað til þess að öryggissvæði meðfram veginum uppfylli ekki kröfur fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetra hraða og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða 100 kílómetra hraða eða 110. „Í fyrra tilvikinu þyrfti að tryggja að lágmarki 15 metra breitt svæði án hvers kyns hindrana norðan og sunnan brautarinnar, en að lágmarki 18 metra breitt svæði í síðara tilvikinu, til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur,“ segir í svarinu. Sömuleiðis er bent á að miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli ekki skilyrðin. „Í miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti komist yfir á þann helming vegarins sem ekið er á í gagnstæða átt. Í dag eru vegrið einungis öðrum megin, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. -Auk þess er ekki göngu- og hjólastígur á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,“ segir í svari ráðherrans.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Alþingi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent