Nokkur fjöldi án hitaveitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 13:06 Nokkur fjöldi húseigna í Grindavík er án hitaveitu en unnið er að lagfæringu. Vísir/Vilhelm Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira