Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 18:16 Lilja Dögg og Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, undirrituðu yfirlýsinguna í húsakynnum Neytendastofu í dag. Stjórnarráðið Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í dag. Þar segir að átakið miði að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá sé almenningur hvattur til að tilkynna auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu. Slíkar tilkynningar verði settar í forgang. „Með viljayfirlýsingunni er komið á samstarfi sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um að auglýsingar skuli vera á íslensku. Með þessu viljum við hvetja almenning til að tilkynna allt auglýsingaefni sem er ekki á íslensku til Neytendastofu, hvort sem um er að ræða skilti á gangvegi fyrir utan veitingastaði og verslanir, auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningunni. Liður í að halda í íslenskar rætur og menningu Þá er vísað til ákvæða laga um eftirlit með viðskiptaháttum, þar sem fram kemur að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda eigi að vera á íslensku. „Frá árinu 2005 hefur Neytendastofa átta sinnum tekið fyrir mál sem varða ákvæðið og hefur öllum þeim málum lokið með ábendingum stofnunarinnar til viðkomandi fyrirtækis sem lagaði auglýsingar sínar í kjölfarið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni er vísað á hlekk sem fer með lesandann á vefsvæði Neytendastofu, þar sem hægt er að senda nafnlausa tilkynningu til stofnunarinnar. „Enskan hefur verið að sækja á og við verðum vör við það á hverjum degi þegar við göngum til dæmis um miðbæinn að hún verður sífellt ágengari í okkar daglega lífi. Við erum held ég öll sammála um að við viljum og verðum að halda í tungumálið okkar og þetta er liður í að halda í okkar rætur og menningu,“ segir Lilja. Boðar nýja löggjöf Í tilkynningunni kemur einnig fram að heildarendskoðun á lagabálkinum sé hafin innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Frumvarp að nýjum markaðssetningarlögum verði lagt fyrir Alþingi í febrúar. Þar verði horfti sérstaklega til þess að skýra ákvæðið sem kveður á um að auglýsingaefni skili vera á íslensku, og því veitt aukin vigt. „Það þarf að vera ljóst að ákvæði um að auglýsingaefni sem ætlað er íslenskum neytendum skuli vera á íslensku sé ekki í lögunum upp á punt heldur er því ætlað að vera virkt í framkvæmd. Ákvæðið er ekki alveg nógu skýrt að mínu mati í dag. Þar er til dæmis óljóst hvað við er átt með því að auglýsing höfði til íslenskra neytenda. Einnig eru mjög rýrar leiðbeiningar í lögskýringargögnum og tækifæri til úrbóta að þessu leyti,“ er haft eftir Lilju. Markmiðið með því að skýra ákvæði laganna sé að veita Neytendastofu sem eftirlitsstjórnvaldi betri leiðbeiningar um hvernig móta eigi ákvæðið í framkvæmd, svo sem með túlkun vafatilvika sem óhjákvæmilega koma upp. Þar megi nefna sem dæmi auglýsingar sem stíla inn á bæði straum ferðamanna en er einnig beint að íslenskum neytendum. „Í slíkum tilvikum er óeðlilegt að auglýsingin sé eingöngu á erlendu tungumáli. Þegar upp koma vafamál hvað þetta varðar er það Neytendastofu að skera úr um hvort hún grípi til ráðstafana. En það er okkar hlutverk að móta stefnuna og tryggja að löggjöfin sé nægilega skýr til að Neytendastofa geti sinnt sínu hlutverki,“ er haft eftir Lilju. Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Milton safnar aftur krafti Erlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent Fleiri fréttir Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Ekkert á hreinu um næstu kosningar Snjóþekja á Hellisheiði Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kennarar greiða atkvæði um verkfall Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Yazan og fjölskylda komin með vernd „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í dag. Þar segir að átakið miði að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá sé almenningur hvattur til að tilkynna auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu. Slíkar tilkynningar verði settar í forgang. „Með viljayfirlýsingunni er komið á samstarfi sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um að auglýsingar skuli vera á íslensku. Með þessu viljum við hvetja almenning til að tilkynna allt auglýsingaefni sem er ekki á íslensku til Neytendastofu, hvort sem um er að ræða skilti á gangvegi fyrir utan veitingastaði og verslanir, auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningunni. Liður í að halda í íslenskar rætur og menningu Þá er vísað til ákvæða laga um eftirlit með viðskiptaháttum, þar sem fram kemur að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda eigi að vera á íslensku. „Frá árinu 2005 hefur Neytendastofa átta sinnum tekið fyrir mál sem varða ákvæðið og hefur öllum þeim málum lokið með ábendingum stofnunarinnar til viðkomandi fyrirtækis sem lagaði auglýsingar sínar í kjölfarið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni er vísað á hlekk sem fer með lesandann á vefsvæði Neytendastofu, þar sem hægt er að senda nafnlausa tilkynningu til stofnunarinnar. „Enskan hefur verið að sækja á og við verðum vör við það á hverjum degi þegar við göngum til dæmis um miðbæinn að hún verður sífellt ágengari í okkar daglega lífi. Við erum held ég öll sammála um að við viljum og verðum að halda í tungumálið okkar og þetta er liður í að halda í okkar rætur og menningu,“ segir Lilja. Boðar nýja löggjöf Í tilkynningunni kemur einnig fram að heildarendskoðun á lagabálkinum sé hafin innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Frumvarp að nýjum markaðssetningarlögum verði lagt fyrir Alþingi í febrúar. Þar verði horfti sérstaklega til þess að skýra ákvæðið sem kveður á um að auglýsingaefni skili vera á íslensku, og því veitt aukin vigt. „Það þarf að vera ljóst að ákvæði um að auglýsingaefni sem ætlað er íslenskum neytendum skuli vera á íslensku sé ekki í lögunum upp á punt heldur er því ætlað að vera virkt í framkvæmd. Ákvæðið er ekki alveg nógu skýrt að mínu mati í dag. Þar er til dæmis óljóst hvað við er átt með því að auglýsing höfði til íslenskra neytenda. Einnig eru mjög rýrar leiðbeiningar í lögskýringargögnum og tækifæri til úrbóta að þessu leyti,“ er haft eftir Lilju. Markmiðið með því að skýra ákvæði laganna sé að veita Neytendastofu sem eftirlitsstjórnvaldi betri leiðbeiningar um hvernig móta eigi ákvæðið í framkvæmd, svo sem með túlkun vafatilvika sem óhjákvæmilega koma upp. Þar megi nefna sem dæmi auglýsingar sem stíla inn á bæði straum ferðamanna en er einnig beint að íslenskum neytendum. „Í slíkum tilvikum er óeðlilegt að auglýsingin sé eingöngu á erlendu tungumáli. Þegar upp koma vafamál hvað þetta varðar er það Neytendastofu að skera úr um hvort hún grípi til ráðstafana. En það er okkar hlutverk að móta stefnuna og tryggja að löggjöfin sé nægilega skýr til að Neytendastofa geti sinnt sínu hlutverki,“ er haft eftir Lilju.
Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Milton safnar aftur krafti Erlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent Fleiri fréttir Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Ekkert á hreinu um næstu kosningar Snjóþekja á Hellisheiði Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kennarar greiða atkvæði um verkfall Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Yazan og fjölskylda komin með vernd „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Sjá meira