Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2023 10:40 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls í viðtali í þættinum Um land allt. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg. Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49