„Skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá meiri vissu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 20:09 Lilja segir að of snemmt sé að segja hverjar aðgerðir bankans í málum Grindvíkinga verði að svo stöddu. Stöð 2 Kallað hefur verið eftir að bankar sýni samfélagslega ábyrgð vegna bankalána Grindvíkinga. Bankastjóri Landsbankans segir að gott samtal um stöðu Grindvíkinga milli bankans og stjórnvalda eigi sér nú stað. „Það er skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá einhverja meiri vissu og betri svör ég skil það vel, það er mikil óvissa. Bankarnir eru með samtökum fjármálafyrirtækja í mjög góðu samtali við stjórnvöld um að koma með heildstæða lausn,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Og þarna þurfa margir aðilar að vinna saman,“ segir Lilja og nefnir stjórnvöld, sveitarstjórn og vátryggjendur. „Þannig að við erum sannarlega hluti af þessu samtali og viljum gera eins vel og við getum gagnvart Grindvíkingum. “ Þetta er náttúrlega mjög vítt svar. Í fljótu bragði, hvað væri hægt að gera? „Við erum bara vinna að því og það hefur auðvitað verið kallað á eftirgjöf vaxta og verðbóta. Það er auðvitað eitt af því sem kemur til greina en það þarf bara að líta í mjög mörg horn. Það þarf að vinna vel saman og við erum að því,“ segir Lilja og þakkar stjórnvöldum fyrir góðar viðtökur. „Og það skiptir öllu máli að reyna að minnka óvissuna en við erum auðvitað í miðjum náttúruhamförum líka þannig að svörin eru ekki öll til staðar,“ segir Lilja. Einhverjir Grindvíkingar hafa áhyggjur af því að eignir þeirra verði verðlausar, eiga menn að vera í bandi við ykkur eða kemur bara ein lausn sem allir njóta góðs af? „Það er alltaf gott að vera í sambandi við sinn banka en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta verður allt. Það eru svo margir aðilar sem koma að svona málum og við erum einn af þeim og algjörlega tilbúin og erum í því samtali núna.“ Landsbankinn Íslenskir bankar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Það er skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá einhverja meiri vissu og betri svör ég skil það vel, það er mikil óvissa. Bankarnir eru með samtökum fjármálafyrirtækja í mjög góðu samtali við stjórnvöld um að koma með heildstæða lausn,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Og þarna þurfa margir aðilar að vinna saman,“ segir Lilja og nefnir stjórnvöld, sveitarstjórn og vátryggjendur. „Þannig að við erum sannarlega hluti af þessu samtali og viljum gera eins vel og við getum gagnvart Grindvíkingum. “ Þetta er náttúrlega mjög vítt svar. Í fljótu bragði, hvað væri hægt að gera? „Við erum bara vinna að því og það hefur auðvitað verið kallað á eftirgjöf vaxta og verðbóta. Það er auðvitað eitt af því sem kemur til greina en það þarf bara að líta í mjög mörg horn. Það þarf að vinna vel saman og við erum að því,“ segir Lilja og þakkar stjórnvöldum fyrir góðar viðtökur. „Og það skiptir öllu máli að reyna að minnka óvissuna en við erum auðvitað í miðjum náttúruhamförum líka þannig að svörin eru ekki öll til staðar,“ segir Lilja. Einhverjir Grindvíkingar hafa áhyggjur af því að eignir þeirra verði verðlausar, eiga menn að vera í bandi við ykkur eða kemur bara ein lausn sem allir njóta góðs af? „Það er alltaf gott að vera í sambandi við sinn banka en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta verður allt. Það eru svo margir aðilar sem koma að svona málum og við erum einn af þeim og algjörlega tilbúin og erum í því samtali núna.“
Landsbankinn Íslenskir bankar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37