Innlent

Frekari að­gerðir fyrir Grind­víkinga til skoðunar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Landsbankinn segir að frekari mótvægisaðgerðir séu til skoðunar.
Landsbankinn segir að frekari mótvægisaðgerðir séu til skoðunar. Aðsend

Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin.

Þegar kynnt aðgerðir

Bankinn hafði þegar tilkynnt að það að fresta afborgunum á húsnæðislánum í sex mánuði stæði Grindvíkingum til boða. 

„Síðastliðinn mánudag kynntum við það úrræði að allir viðskiptavinir í Grindavík geta frestað afborgunum af íbúðalánunum sínum í sex mánuði. Um er að ræða hefðbundna frestun, þ.e. viðskiptavinir borga ekkert af lánunum en frestaðar greiðslur af vöxtum/verðbótum bætast við lánið. Vextir og verðbætur bera þó ekki vexti fyrr en 12 mánuðum eftir að afborgunum er frestað.“

„Við vitum fullvel að frestun á afborgunum er ekki lausnin“

Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa sitið undir mikilli gagnrýni fyrir viðbrögð sín við ástandinu í Grindavík. 

„Við vitum fullvel að frestun á afborgunum er ekki lausnin á öllum þeim fjárhagslegu áskorunum sem Grindvíkingar standa frammi fyrir. Frestun afborgana er á hinn bóginn úrræði sem getur létt á fjárhagnum til skamms tíma og veitt fjárhagslegt svigrúm, sem getur verið gott á þessum óvissutímum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×