Fyrirtæki sem þiggi stuðning greiði ekki út arð Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 13:55 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Forsætisráðherra segir að frumvarp um laun til handa Grindvíkingum sé sambærilegt lögum um laun í sóttkví sem notuð voru í heimsfaraldri. Verið sé að kortleggja laust húsnæði. Fyrirtæki sem þiggi stuðning geti ekki greitt út arð nema að þau endurgreiði ríkinu. Eins og fram hefur komið hefur innviðaráðherra skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga. Áhersla verði á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga. Sambærilegt lögum um laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir frumvarp um laun til Grindvíkinga hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn. „Það miðar að því og er nokkuð sambærilegt við lög um laun í sóttkví sem við munum eftir úr heimsfaraldri og snýst um það að ríkið grípur inn í og tryggir launagreiðslur upp að ákveðnu þaki. Atvinnurekendur ef þeir eiga þess kost geta þá sótt um slíkan stuðning og þau sem geta, tryggja þá sínu fólki fullar launagreiðslur næstu þrjá mánuði.“ Katrín segir að taki fyrirtækin ekki þátt geti einstaklingar sjálfir sótt um þessar launagreiðslur upp að þessu þaki. Það liggi fyrir að ríki og sveitarfélag muni tryggja launagreiðslur sinna starfsmanna en um sé að ræða stóra atvinnurekendur í Grindavík. „Þannig að þannig erum við að tryggja það að afkoma fólks sé tryggð næstu þrjá mánuði. Þetta mál vonandi gengur þá til þingsins núna þannig að það verði hægt að ræða það strax eftir helgi.“ Var eitthvað rætt um tímalengdina, er þetta nóg, þrír mánuðir? „Nú er bara óvissan mikil. En þetta er það sem við gerum fyrst í stað. Síðan verðum við auðvitað bara að sjá hvernig mál þróast á Reykjanesskaga, eins og öllum er kunnugt þá er óvissan mikil en okkur fannst mikilvægt að hafa ákveðna vissu í þessu fram yfir áramótin.“ Hafa kortlagt laust húsnæði Katrín segir vinnu standa yfir vegna húsnæðismála Grindvíkinga. Búið sé að kortleggja laust húsnæði sem standi til boða á landinu og verið sé að vinna úr þeirri vinnu. „Það eru fjölmargir aðilar sem hafa haft samband við ríkið og eru að bjóða fram húsnæði. Leigufélög, einstaklingar, verkalýðshreyfing og fleiri. Þannig að það er verið að vinna úr því þannig að það sé hægt að koma því framboði til Grindvíkinga. Síðan munum við taka til skoðunar einhvern mögulegan húsnæðisstuðning en það á eftir að útfæra það.“ Er gefinn einhver tímarammi varðandi það? „Nei, við erum í raun og veru núna að fara bara úr fyrsta viðbragðinu, sem voru auðvitað fjöldahjálparstöðvarnar fyrir í raun og veru minna en viku, yfir í næsta viðbragð þar sem er verið að vinna að því að koma fólki fyrir í tímabundnu húsnæði sem er svona fram yfir áramót áfram en síðan þarf bara að fara að huga að lengri tíma lausnum eftir því hvernig ástandið þróast og það er þegar hafin vinna við það.“ Fyrirtæki munu taka þátt í kostnaði Katrín segir að unnið sé að viðgerðum á orkuneti Grindvíkinga eftir því sem aðstæður leyfi. Hættulegt sé að vera inni á svæðinu en unnið sé að uppbyggingu varnargarða, eins og fram hafi komið. Gagnrýnt hefur verið að stór fyrirtæki á svæðinu eins og HS Orka og Bláa lónið sem skilað hafi arði til sinna eigenda og gengið mjög vel taki ekki þátt íkostnaði við að reisa varnargarða. Katrín segir að sér þyki sú umræða töluverð einföldun. „Það er alveg ljóst að það mun falla til mikill kostnaður vegna jarðhræringa á Reykjanesi og þessi fyrirtæki munu þurfa að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra. Mér hefur nú þótt það töluverð einföldun að tala eingöngu um varnargarðinn í þessum efnum, það er auðvitað bara brotabrot af því sem við stöndum frammi fyrir, þannig að ég hef bæði í samtölum við Samtök atvinnulífsins og einstök fyrirtæki lagt á það ríka áherslu að þau fyrirtæki sem það geta taki þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Katrín. „Og við erum auðvitað að gera ráð fyrir því í frumvarpinu sem hér var afgreitt að ef fyrirtæki taka þátt í því og þiggja ríkisstuðning til að tryggja launagreiðslur til sinna starfsmanna að þá eigi þau ekki að greiða sér arð á næstunni og ef þau geri það þá þurfi þau að endurgreiða þann ríkisstuðning.“ Verður fylgst með því opinberlega? „Að sjálfsögðu.“ Hafið þið fengið einhver viðbrögð frá fyrirtækjum nú þegar og hver voru viðbrögð SA við þessari beiðni ykkar? „Já, við áttum samráð við bæði verkalýðshreyfinguna og SA við gerð þessa frumvarps.“ Katrín segir það liggja fyrir að það verði kostnaður sem muni hljótast af atburðunum á Grindavík. Ríkið taki á sig kostnað til að tryggja afkomu Grindvíkinga. „Það er að sjálfsögðu þannig að ríkið er að taka á sig kostnað til að tryggja afkomu Grindvíkinga en það er bara augljóslega eitthvað sem við gerum í þessum erfiðu kringumstæðum, að sjálfsögðu.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur innviðaráðherra skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga. Áhersla verði á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga. Sambærilegt lögum um laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir frumvarp um laun til Grindvíkinga hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn. „Það miðar að því og er nokkuð sambærilegt við lög um laun í sóttkví sem við munum eftir úr heimsfaraldri og snýst um það að ríkið grípur inn í og tryggir launagreiðslur upp að ákveðnu þaki. Atvinnurekendur ef þeir eiga þess kost geta þá sótt um slíkan stuðning og þau sem geta, tryggja þá sínu fólki fullar launagreiðslur næstu þrjá mánuði.“ Katrín segir að taki fyrirtækin ekki þátt geti einstaklingar sjálfir sótt um þessar launagreiðslur upp að þessu þaki. Það liggi fyrir að ríki og sveitarfélag muni tryggja launagreiðslur sinna starfsmanna en um sé að ræða stóra atvinnurekendur í Grindavík. „Þannig að þannig erum við að tryggja það að afkoma fólks sé tryggð næstu þrjá mánuði. Þetta mál vonandi gengur þá til þingsins núna þannig að það verði hægt að ræða það strax eftir helgi.“ Var eitthvað rætt um tímalengdina, er þetta nóg, þrír mánuðir? „Nú er bara óvissan mikil. En þetta er það sem við gerum fyrst í stað. Síðan verðum við auðvitað bara að sjá hvernig mál þróast á Reykjanesskaga, eins og öllum er kunnugt þá er óvissan mikil en okkur fannst mikilvægt að hafa ákveðna vissu í þessu fram yfir áramótin.“ Hafa kortlagt laust húsnæði Katrín segir vinnu standa yfir vegna húsnæðismála Grindvíkinga. Búið sé að kortleggja laust húsnæði sem standi til boða á landinu og verið sé að vinna úr þeirri vinnu. „Það eru fjölmargir aðilar sem hafa haft samband við ríkið og eru að bjóða fram húsnæði. Leigufélög, einstaklingar, verkalýðshreyfing og fleiri. Þannig að það er verið að vinna úr því þannig að það sé hægt að koma því framboði til Grindvíkinga. Síðan munum við taka til skoðunar einhvern mögulegan húsnæðisstuðning en það á eftir að útfæra það.“ Er gefinn einhver tímarammi varðandi það? „Nei, við erum í raun og veru núna að fara bara úr fyrsta viðbragðinu, sem voru auðvitað fjöldahjálparstöðvarnar fyrir í raun og veru minna en viku, yfir í næsta viðbragð þar sem er verið að vinna að því að koma fólki fyrir í tímabundnu húsnæði sem er svona fram yfir áramót áfram en síðan þarf bara að fara að huga að lengri tíma lausnum eftir því hvernig ástandið þróast og það er þegar hafin vinna við það.“ Fyrirtæki munu taka þátt í kostnaði Katrín segir að unnið sé að viðgerðum á orkuneti Grindvíkinga eftir því sem aðstæður leyfi. Hættulegt sé að vera inni á svæðinu en unnið sé að uppbyggingu varnargarða, eins og fram hafi komið. Gagnrýnt hefur verið að stór fyrirtæki á svæðinu eins og HS Orka og Bláa lónið sem skilað hafi arði til sinna eigenda og gengið mjög vel taki ekki þátt íkostnaði við að reisa varnargarða. Katrín segir að sér þyki sú umræða töluverð einföldun. „Það er alveg ljóst að það mun falla til mikill kostnaður vegna jarðhræringa á Reykjanesi og þessi fyrirtæki munu þurfa að leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra. Mér hefur nú þótt það töluverð einföldun að tala eingöngu um varnargarðinn í þessum efnum, það er auðvitað bara brotabrot af því sem við stöndum frammi fyrir, þannig að ég hef bæði í samtölum við Samtök atvinnulífsins og einstök fyrirtæki lagt á það ríka áherslu að þau fyrirtæki sem það geta taki þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Katrín. „Og við erum auðvitað að gera ráð fyrir því í frumvarpinu sem hér var afgreitt að ef fyrirtæki taka þátt í því og þiggja ríkisstuðning til að tryggja launagreiðslur til sinna starfsmanna að þá eigi þau ekki að greiða sér arð á næstunni og ef þau geri það þá þurfi þau að endurgreiða þann ríkisstuðning.“ Verður fylgst með því opinberlega? „Að sjálfsögðu.“ Hafið þið fengið einhver viðbrögð frá fyrirtækjum nú þegar og hver voru viðbrögð SA við þessari beiðni ykkar? „Já, við áttum samráð við bæði verkalýðshreyfinguna og SA við gerð þessa frumvarps.“ Katrín segir það liggja fyrir að það verði kostnaður sem muni hljótast af atburðunum á Grindavík. Ríkið taki á sig kostnað til að tryggja afkomu Grindvíkinga. „Það er að sjálfsögðu þannig að ríkið er að taka á sig kostnað til að tryggja afkomu Grindvíkinga en það er bara augljóslega eitthvað sem við gerum í þessum erfiðu kringumstæðum, að sjálfsögðu.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira