Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 15:03 Fannar þegar hann var færður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins. vísir/Ívar Fannar Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin. Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Sem áður segir hlaut hann átta ára dóm en ekki liggur fyrir hversu stór hluti refsingarinnar er vegna skotárásarinnar. Grímuklæddur og vopnuð hlaðinni haglabyssu Fannar Daníel var ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars. Miðað við þyngd refsingar má leiða að því líkur að hann hafi verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Það kemur í ljós þegar dómurinn verður birtur. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Á brotaferil að baki Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fannar Daníel hlýtur dóm fyrir refsivert athæfi. Í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Í dómnum þá sagði að hann hefði þegar hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota. Hugsanleg tengsl við Bankastrætis Club-málið Árásin var framin þremur mánuðum eftir að hópur manna réðst grímuklæddur inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club, sem endaði með því að þrír hlutu stungusár af. Í réttarhöldum vegna málsins greindu sakborningar flestir frá því að þeir hefðu hópast saman á The Dubliner áður en haldið var í Bankastræti. Einn sakborninga í málinu greindi frá því fyrir dómi að hann sæi eftir þátttöku sinni í árásinni og að hún hefði haft mikil áhrif á líf hans. Til dæmis nefndi hann að skotið hefði verið á hann þegar hann var í sakleysi sínu við barinn á The Dubliner. Síðan þá hefði hann óttast um líf sitt. Þá vinnur unnusta eiganda dyravarðafyrirtækisins, sem sagt hefur verið tengjast árásinni á Bankastræti, á The Dubliner og var á vakt kvöldið sem árásin var framin.
Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira