Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 22:13 Tilkynnt var í september um að Hillary Clinton yrði heiðursgestur á hátíðinni. EPA Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19