Atriði Hagaskóla heitir „Líttu upp, taktu eftir“ og fjallar um hversu mikilvægt það er að fólk taki eftir því sem er að gerast í kringum það, og hvíli jafnvel snjalltækin smá.
Háteigsskóli endaði í öðru sæti keppninn og Seljaskóli í því þriðja. Langholtsskóli fékk svo Skrekkstunguna svokölluðu, en það eru verðlaun sem veitt eru því atriði sem þykir beita tungumálinu hvað best.
Úrslitakvöldið fór sem áður sagði fram í Borgarleikhúsinu, en það var sýnt í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.