„Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 10:37 Erna Pálrún ásamt manni sínum Ómari. Þau bíða og vona eins og svo margir Grindvíkingar. Fjölmargir Grindvíkingar hafa ekki séð myndir af bænum sínum síðan allsherjarrýming var framkvæmd á föstudagskvöld. Íbúar í Grindavík óttast miklar skemmdir á húsum sínum. Íbúi í Grindavík vonast til að fá að sækja muni heim til sín. Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira