„Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 10:37 Erna Pálrún ásamt manni sínum Ómari. Þau bíða og vona eins og svo margir Grindvíkingar. Fjölmargir Grindvíkingar hafa ekki séð myndir af bænum sínum síðan allsherjarrýming var framkvæmd á föstudagskvöld. Íbúar í Grindavík óttast miklar skemmdir á húsum sínum. Íbúi í Grindavík vonast til að fá að sækja muni heim til sín. Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira