Innlent

Vaktin: „Hlý­hugur þjóðarinnar til Grind­víkinga gríðar­lega mikill“

Atli Ísleifsson, Árni Sæberg, Kolbeinn Tumi Daðason, Helena Rós Sturludóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Frá Grindavík í dag, þegar íbúar fengu að fara inn á heimili sín í stutta stund til að vitja eigna sinna og kanna með skemmdir á húsum sínum.
Frá Grindavík í dag, þegar íbúar fengu að fara inn á heimili sín í stutta stund til að vitja eigna sinna og kanna með skemmdir á húsum sínum. Vísir/Vilhelm

Skjálftavirkni hefur haldið áfram á Reykjanesskaga í dag.

Íbúar Grindavíkur fengu í dag að fara inn í bæinn og ná í allra mikilvægustu eigur sínar. Bærinn er nú aftur orðinn mannlaus en viðbragðsaðilar hafa ítrekað sagt að aðeins verði farið í slíkar aðgerðir þegar talið er að það sé öruggt, og þá að degi til.

Upp úr klukkan níu í kvöld varð jarðskjálfti, 3,8 að stærð, austur af Kleifarvatni og fannst hann víða um suðvesturhorn landsins. 

Fylgst er með stöðu mála í vaktinni hér að neðan, en hér má einnig nálgast vefmyndavél Vísis frá Þorbirni. 

Fréttastofa mun fylgjast með gangi mála í Grindavík í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×