Innlent

Auknar líkur á að kvika geti komið upp á hafs­botni

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Grindavík er orðin að draugabæ. Þar er hvorki lögregla né björgunarsveitir.
Grindavík er orðin að draugabæ. Þar er hvorki lögregla né björgunarsveitir. Vísir/Einar

Auknar líkur eru á að kvika geti komið upp á hafsbotni, en verulegar líkur eru á að kvikan nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst.

Þetta kemur fram í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Þar segir að sjö hundruð skjálftar hafi mælst við kvikuganginn, allir undir þremur að stærð.

Líkön sýna fimmtán kílómetra langan kvikugang sem liggur rétt norðvestan Grindavíkur. Samkvæmt gögnum gærdagsins lá kvikan á um 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst.

„Út frá þessu má álykta að verulegar líkur eru á að kvikan nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur eru einnig á að kvika geti komið upp á hafsbotni,“ segir í athugasemdum jarðvísindamanns á Veðurstofunni.

Ekki víst að gosórói sjáist á mælum áður en gos hefst

Dregið hafi mikið úr jarðskjálftavirkni síðasta sólarhringinn.

„Talið er að megin ástæða þess sé mikil spennulosun á svæðinu vegna jarðskjálfta síðustu daga og aflögunar vegna kvikugangsins. Vegna spennulosunarinnar er líklegt að kvikan eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst.“


Tengdar fréttir

Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos

Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos.

„Við erum í nokkurs konar biðstöðu“

Lítil breyting er á stöðunni í Grindavík að sögn vettvangsstjóra lögreglunnar á suðurnesjum. Hann fundaði ásamt almannavörnum og aðgerðastjórnum klukkan fjögur í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×