Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2023 02:29 Vel er fylgst með stöðunni á Veðurstofunni og í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. einar árnason Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira