„Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 21:15 Víðir segir hættumat hafa verið óbreytt síðustu sextán daga. Ekki sé tilefni til að grípa til frekari aðgerða. Vísir/Arnar HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“ Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“
Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira