Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2023 20:30 Kristinn Harðarson segir starfsfólki eðlilega brugðið. Það sé vel upplýst. Vísir/Einar Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. „Það eru komnar sprungur víða í gólf og veggi og það var greinilegt í aðkomu í morgun að þetta var töluverður skjálfti í nótt. Það voru skjáir dottnir í gólfið og komnar nýjar sprungur víða,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þar er hafin vinna við gerð varnargarða. „Við erum að byrja undirbúning, við að taka efni inn á svæðið til að geta verið snögg að bregðast við ef við þurfum að setja upp varnargarða. Erum að reyna að stytta viðbragðstímann eins og hægt er,“ segir Kristinn og að með þessu vonist þau til þess að geta tryggt órofna starfsemi og áframhaldandi starfsemi í virkjuninni verði eldgos. Fjórir til sex vörubílar eru þannig keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir. Hann segir lágmarksmönnum í orkuverinu eins og stendur. Einhverjir vinni í Reykjanesvirkjun í stað þess að vera í Svartsengi og fylgist vel með virkjuninni. „Það var fylgst mjög vel með í nótt þegar skjálftarnir voru. Starfsemin var stöðug þrátt fyrir skjálftana og engar krítískar skemmdir á framleiðslubúnaði en það eru sprungur víða í gólf og veggi.“ Hann segir almannavarnir og Veðurstofu upplýsa þau reglulega og starfsfólk fái þær upplýsingar um leið. „En auðvitað er þetta mjög óþægileg staða. Þessi kvikusöfnun er í næsta nágrenni og það skiljanlega hefur áhrif.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Orkumál Jarðhiti Bláa lónið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56 „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
„Það eru komnar sprungur víða í gólf og veggi og það var greinilegt í aðkomu í morgun að þetta var töluverður skjálfti í nótt. Það voru skjáir dottnir í gólfið og komnar nýjar sprungur víða,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þar er hafin vinna við gerð varnargarða. „Við erum að byrja undirbúning, við að taka efni inn á svæðið til að geta verið snögg að bregðast við ef við þurfum að setja upp varnargarða. Erum að reyna að stytta viðbragðstímann eins og hægt er,“ segir Kristinn og að með þessu vonist þau til þess að geta tryggt órofna starfsemi og áframhaldandi starfsemi í virkjuninni verði eldgos. Fjórir til sex vörubílar eru þannig keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir. Hann segir lágmarksmönnum í orkuverinu eins og stendur. Einhverjir vinni í Reykjanesvirkjun í stað þess að vera í Svartsengi og fylgist vel með virkjuninni. „Það var fylgst mjög vel með í nótt þegar skjálftarnir voru. Starfsemin var stöðug þrátt fyrir skjálftana og engar krítískar skemmdir á framleiðslubúnaði en það eru sprungur víða í gólf og veggi.“ Hann segir almannavarnir og Veðurstofu upplýsa þau reglulega og starfsfólk fái þær upplýsingar um leið. „En auðvitað er þetta mjög óþægileg staða. Þessi kvikusöfnun er í næsta nágrenni og það skiljanlega hefur áhrif.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Orkumál Jarðhiti Bláa lónið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56 „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56
„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04