Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2023 20:30 Kristinn Harðarson segir starfsfólki eðlilega brugðið. Það sé vel upplýst. Vísir/Einar Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. „Það eru komnar sprungur víða í gólf og veggi og það var greinilegt í aðkomu í morgun að þetta var töluverður skjálfti í nótt. Það voru skjáir dottnir í gólfið og komnar nýjar sprungur víða,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þar er hafin vinna við gerð varnargarða. „Við erum að byrja undirbúning, við að taka efni inn á svæðið til að geta verið snögg að bregðast við ef við þurfum að setja upp varnargarða. Erum að reyna að stytta viðbragðstímann eins og hægt er,“ segir Kristinn og að með þessu vonist þau til þess að geta tryggt órofna starfsemi og áframhaldandi starfsemi í virkjuninni verði eldgos. Fjórir til sex vörubílar eru þannig keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir. Hann segir lágmarksmönnum í orkuverinu eins og stendur. Einhverjir vinni í Reykjanesvirkjun í stað þess að vera í Svartsengi og fylgist vel með virkjuninni. „Það var fylgst mjög vel með í nótt þegar skjálftarnir voru. Starfsemin var stöðug þrátt fyrir skjálftana og engar krítískar skemmdir á framleiðslubúnaði en það eru sprungur víða í gólf og veggi.“ Hann segir almannavarnir og Veðurstofu upplýsa þau reglulega og starfsfólk fái þær upplýsingar um leið. „En auðvitað er þetta mjög óþægileg staða. Þessi kvikusöfnun er í næsta nágrenni og það skiljanlega hefur áhrif.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Orkumál Jarðhiti Bláa lónið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56 „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
„Það eru komnar sprungur víða í gólf og veggi og það var greinilegt í aðkomu í morgun að þetta var töluverður skjálfti í nótt. Það voru skjáir dottnir í gólfið og komnar nýjar sprungur víða,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þar er hafin vinna við gerð varnargarða. „Við erum að byrja undirbúning, við að taka efni inn á svæðið til að geta verið snögg að bregðast við ef við þurfum að setja upp varnargarða. Erum að reyna að stytta viðbragðstímann eins og hægt er,“ segir Kristinn og að með þessu vonist þau til þess að geta tryggt órofna starfsemi og áframhaldandi starfsemi í virkjuninni verði eldgos. Fjórir til sex vörubílar eru þannig keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir. Hann segir lágmarksmönnum í orkuverinu eins og stendur. Einhverjir vinni í Reykjanesvirkjun í stað þess að vera í Svartsengi og fylgist vel með virkjuninni. „Það var fylgst mjög vel með í nótt þegar skjálftarnir voru. Starfsemin var stöðug þrátt fyrir skjálftana og engar krítískar skemmdir á framleiðslubúnaði en það eru sprungur víða í gólf og veggi.“ Hann segir almannavarnir og Veðurstofu upplýsa þau reglulega og starfsfólk fái þær upplýsingar um leið. „En auðvitað er þetta mjög óþægileg staða. Þessi kvikusöfnun er í næsta nágrenni og það skiljanlega hefur áhrif.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Orkumál Jarðhiti Bláa lónið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56 „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56
„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04