Viðurkenndi að hafa átt hnefahögg skilið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. nóvember 2023 07:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið. Atvikið sem málið varðar átti sér stað árið 2021. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt brotaþolann í andlitið, sem hafi fyrir vikið hlotið beinbrot í kjálka. Maðurinn játaði að hafa framið verknaðinn, en neitaði sök þar sem hann sagðist hafa verið að beita neyðarvörn. Jafnframt taldi hann ólíklegt að atlaga sín hafi leitt til beinbrots. Þónokkrir virðast hafa verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað, en fimm manns fá sérstaka athygli í lýsingu á málsatvikum. Það eru árásarmaðurinn og brotaþoli, stúlka og móðir hennar, og vinkona árásarmannsins. Að dómnum að dæma var þetta fólk ungt að árum þegar árásin átti sér stað, að móðurinni undanskilinni. Hótanir vegna nauðgunarkæru Einhver ágreiningur hafi verið innan þessa hóps. Til að mynda segir stúlkan að vinkonan hafi hótað sér endurtekið eftir að hún kærði frænda hennar fyrir nauðgun. Móðirin segir að stúlkan hafi hringt í sig umrætt kvöld og tjáð henni að hún væri á heimleið, en líka að hún væri hrædd vegna þessara hótana. Móðirin hafi tekið á móti dóttur sinni, en í sama mund hafi vinkonan komið hlaupandi og öskrandi, og slegið stúlkuna í hálsinn. Skömmu síðar segist móðirin hafa tekið eftir slagsmálum milli brotaþolans og vinkonunnar. Mismunandi lýsingar birtust á þeim átökum fyrir dómi. Vitni lýstu ítrekuðum höggum af hálfu brotaþola í garð vinkonunnar. Taldi vinkonu sína í lífshættu Árásarmaðurinn sagðist hafa talið að vinkona sín væri í lífshættu, en brotaþolinn hafi sparkað ítrekað í hana er hún lá í jörðinni. Önnur vitni tóku ekki undir þá lýsingu þó þau hafi sagt árásina grófa. Það var á þessum rökum sem árásarmaðurinn bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, hann hafi í raun verið að bjarga vinkonu sinni þegar hann kýldi brotaþolann. Dómurinn féllst þó ekki á það. Ekki væri sannað að hin árásin hafi verið eins gróf og hann lýsti, og þá hafi enginn annar á vettvangi séð ástæðu til að grípa til sömu aðgerða og hann, sem bendi til þess að það hafi ekki verið nauðsynlegt. Þar að auki taldi dómurinn sannað að höggið hafi orsakað beinbrot í kjálka brotaþola, sem árásarmaðurinn hafði efast um. Þess má geta að brotaþolinn sagðist fyrir dómi hafa átt árásina skilið. Hann var fjórtán ára þegar hún átti sér stað, en sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á sér og gengið of langt. Það hafi verið rétt af brotaþola að ráðast á sig og stöðva. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans var frestað að liðnum tveimur árum. Í dómnum segir að þó að ekki sé fallist á að um neyðarvörn hafi verið að ræða, þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að árásin hafi átt sér stað eftir að brotaþoli réðst á vinkonu árásarmannsins. Manninum var þó gert að greiða sakarkostnað málsins, sem eru rétttæpar tíu þúsund krónur. Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað árið 2021. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt brotaþolann í andlitið, sem hafi fyrir vikið hlotið beinbrot í kjálka. Maðurinn játaði að hafa framið verknaðinn, en neitaði sök þar sem hann sagðist hafa verið að beita neyðarvörn. Jafnframt taldi hann ólíklegt að atlaga sín hafi leitt til beinbrots. Þónokkrir virðast hafa verið viðstaddir þegar árásin átti sér stað, en fimm manns fá sérstaka athygli í lýsingu á málsatvikum. Það eru árásarmaðurinn og brotaþoli, stúlka og móðir hennar, og vinkona árásarmannsins. Að dómnum að dæma var þetta fólk ungt að árum þegar árásin átti sér stað, að móðurinni undanskilinni. Hótanir vegna nauðgunarkæru Einhver ágreiningur hafi verið innan þessa hóps. Til að mynda segir stúlkan að vinkonan hafi hótað sér endurtekið eftir að hún kærði frænda hennar fyrir nauðgun. Móðirin segir að stúlkan hafi hringt í sig umrætt kvöld og tjáð henni að hún væri á heimleið, en líka að hún væri hrædd vegna þessara hótana. Móðirin hafi tekið á móti dóttur sinni, en í sama mund hafi vinkonan komið hlaupandi og öskrandi, og slegið stúlkuna í hálsinn. Skömmu síðar segist móðirin hafa tekið eftir slagsmálum milli brotaþolans og vinkonunnar. Mismunandi lýsingar birtust á þeim átökum fyrir dómi. Vitni lýstu ítrekuðum höggum af hálfu brotaþola í garð vinkonunnar. Taldi vinkonu sína í lífshættu Árásarmaðurinn sagðist hafa talið að vinkona sín væri í lífshættu, en brotaþolinn hafi sparkað ítrekað í hana er hún lá í jörðinni. Önnur vitni tóku ekki undir þá lýsingu þó þau hafi sagt árásina grófa. Það var á þessum rökum sem árásarmaðurinn bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða, hann hafi í raun verið að bjarga vinkonu sinni þegar hann kýldi brotaþolann. Dómurinn féllst þó ekki á það. Ekki væri sannað að hin árásin hafi verið eins gróf og hann lýsti, og þá hafi enginn annar á vettvangi séð ástæðu til að grípa til sömu aðgerða og hann, sem bendi til þess að það hafi ekki verið nauðsynlegt. Þar að auki taldi dómurinn sannað að höggið hafi orsakað beinbrot í kjálka brotaþola, sem árásarmaðurinn hafði efast um. Þess má geta að brotaþolinn sagðist fyrir dómi hafa átt árásina skilið. Hann var fjórtán ára þegar hún átti sér stað, en sjálfur sagðist hann hafa misst stjórn á sér og gengið of langt. Það hafi verið rétt af brotaþola að ráðast á sig og stöðva. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans var frestað að liðnum tveimur árum. Í dómnum segir að þó að ekki sé fallist á að um neyðarvörn hafi verið að ræða, þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að árásin hafi átt sér stað eftir að brotaþoli réðst á vinkonu árásarmannsins. Manninum var þó gert að greiða sakarkostnað málsins, sem eru rétttæpar tíu þúsund krónur.
Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira