Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 10:17 Veiga segir marga Vestfirðinga hafa hrósað sér persónulega en veigri sér við því opinberlega að lýsa yfir andstöðu við fiskeldi. Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“ Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“
Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði