Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:13 Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína. Vísir/Steingrímur Dúi Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Tugir voru drepnir og fleiri særðir í árásum á flóttamannasvæði að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. Varnarmálayfirvöld í Ísrael segja að fólk á Gasa svæðinu hafi fjögurra klukkutíma ramma í dag til að flýja suður.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum ýmissa ríkja um vopnahlé af mannúðarástæðum. Samkvæmt BBC hittir hann forseta Palestínu í dag.Sú krafa er víða hávær og er Ísland engin undantekning. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, býst við miklu fjölmenni á samstöðufundinn til stuðnings Palestínu í dag sem fer fram í Háskólabíói klukkan tvö enda margir búnir að melda sig á viðburðinn á Facebook. „Við erum búin að vera með þrjá útifundi og tvær göngur og það hefur alltaf vaxið. Við vorum með kertafleytingu við tjörnina og það komu um tvö þúsund manns,“ segir Hjálmtýr. Yfirskrift fundarins í dag sé sú sama og á fyrri fundum. „Við krefjumst þess að það verði strax vopnahlé og að Ísland taki afstöðu gegn þessum fjöldamorðum og lýsi yfir fordæmingu á Ísrael eins og þeir hafa lýst yfir fordæmingu á Hamas,“ segir Hjálmtýr og bætir við að félagið sé hvergi nærri hætt. „Það verða fleiri fundir, ástandið er ekkert að batna, það er að versna og svo lengi sem það er munum við halda áfram og við munum reyna að vekja okkar stjórnvöld,“ segir Hjálmtýr að lokum. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04 Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Tugir voru drepnir og fleiri særðir í árásum á flóttamannasvæði að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. Varnarmálayfirvöld í Ísrael segja að fólk á Gasa svæðinu hafi fjögurra klukkutíma ramma í dag til að flýja suður.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum ýmissa ríkja um vopnahlé af mannúðarástæðum. Samkvæmt BBC hittir hann forseta Palestínu í dag.Sú krafa er víða hávær og er Ísland engin undantekning. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, býst við miklu fjölmenni á samstöðufundinn til stuðnings Palestínu í dag sem fer fram í Háskólabíói klukkan tvö enda margir búnir að melda sig á viðburðinn á Facebook. „Við erum búin að vera með þrjá útifundi og tvær göngur og það hefur alltaf vaxið. Við vorum með kertafleytingu við tjörnina og það komu um tvö þúsund manns,“ segir Hjálmtýr. Yfirskrift fundarins í dag sé sú sama og á fyrri fundum. „Við krefjumst þess að það verði strax vopnahlé og að Ísland taki afstöðu gegn þessum fjöldamorðum og lýsi yfir fordæmingu á Ísrael eins og þeir hafa lýst yfir fordæmingu á Hamas,“ segir Hjálmtýr og bætir við að félagið sé hvergi nærri hætt. „Það verða fleiri fundir, ástandið er ekkert að batna, það er að versna og svo lengi sem það er munum við halda áfram og við munum reyna að vekja okkar stjórnvöld,“ segir Hjálmtýr að lokum.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04 Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04
Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35