Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:13 Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína. Vísir/Steingrímur Dúi Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Tugir voru drepnir og fleiri særðir í árásum á flóttamannasvæði að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. Varnarmálayfirvöld í Ísrael segja að fólk á Gasa svæðinu hafi fjögurra klukkutíma ramma í dag til að flýja suður.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum ýmissa ríkja um vopnahlé af mannúðarástæðum. Samkvæmt BBC hittir hann forseta Palestínu í dag.Sú krafa er víða hávær og er Ísland engin undantekning. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, býst við miklu fjölmenni á samstöðufundinn til stuðnings Palestínu í dag sem fer fram í Háskólabíói klukkan tvö enda margir búnir að melda sig á viðburðinn á Facebook. „Við erum búin að vera með þrjá útifundi og tvær göngur og það hefur alltaf vaxið. Við vorum með kertafleytingu við tjörnina og það komu um tvö þúsund manns,“ segir Hjálmtýr. Yfirskrift fundarins í dag sé sú sama og á fyrri fundum. „Við krefjumst þess að það verði strax vopnahlé og að Ísland taki afstöðu gegn þessum fjöldamorðum og lýsi yfir fordæmingu á Ísrael eins og þeir hafa lýst yfir fordæmingu á Hamas,“ segir Hjálmtýr og bætir við að félagið sé hvergi nærri hætt. „Það verða fleiri fundir, ástandið er ekkert að batna, það er að versna og svo lengi sem það er munum við halda áfram og við munum reyna að vekja okkar stjórnvöld,“ segir Hjálmtýr að lokum. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04 Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Tugir voru drepnir og fleiri særðir í árásum á flóttamannasvæði að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. Varnarmálayfirvöld í Ísrael segja að fólk á Gasa svæðinu hafi fjögurra klukkutíma ramma í dag til að flýja suður.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum ýmissa ríkja um vopnahlé af mannúðarástæðum. Samkvæmt BBC hittir hann forseta Palestínu í dag.Sú krafa er víða hávær og er Ísland engin undantekning. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, býst við miklu fjölmenni á samstöðufundinn til stuðnings Palestínu í dag sem fer fram í Háskólabíói klukkan tvö enda margir búnir að melda sig á viðburðinn á Facebook. „Við erum búin að vera með þrjá útifundi og tvær göngur og það hefur alltaf vaxið. Við vorum með kertafleytingu við tjörnina og það komu um tvö þúsund manns,“ segir Hjálmtýr. Yfirskrift fundarins í dag sé sú sama og á fyrri fundum. „Við krefjumst þess að það verði strax vopnahlé og að Ísland taki afstöðu gegn þessum fjöldamorðum og lýsi yfir fordæmingu á Ísrael eins og þeir hafa lýst yfir fordæmingu á Hamas,“ segir Hjálmtýr og bætir við að félagið sé hvergi nærri hætt. „Það verða fleiri fundir, ástandið er ekkert að batna, það er að versna og svo lengi sem það er munum við halda áfram og við munum reyna að vekja okkar stjórnvöld,“ segir Hjálmtýr að lokum.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04 Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04
Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35