Þetta er niðurstaða nýjasta þjóðarpúls Gallup, sem ríkisútvarpið greinir frá. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var dagana dagana 2. til 31. október, mælist Samfylkingin langstærst flokka með 29,1 prósent fylgi.
Þar á eftir er Sjálfstæðisflokkurinn með 20,5 prósent fylgi, nánast það sama og í síðustu könnun og þar á eftir Píratar með 10,2 prósent, örlítið meira en síðast.
Miðflokkur mælist með 8,6 prósent, Viðreisn 7,5 prósent, Framsóknarflokkurinn 7,4 prósent, Flokkur fólksins 6,5 prósent, Vinstri Græn 6 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands 4,1 prósent.
Yrði þetta niðurstaða kosninga fengi Samfylking 21 þingmann, Sjálfstæðisflokkur 14, Píratar sex, Viðreisn og Miðflokkur fimm, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins fjóra, Vinstri græn þrjá og Sósíalistaflokkur Íslands einn.
Það þýðir að Samfylking fengi jafnmarga þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir þrír til samans, sem eru nú með 38 þingmenn.