Edda sómir sér vel í Eyjafirði þó bændur séu ekki allir sáttir við júgrið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2023 19:17 Beate Stormo, listamaður, sem smíðaði Eddu af miklum glæsibrag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Edda, stærsta kýr landsins sómir sér vel á stalli í Eyjafirði en um er að ræða risa listaverk eftir norska listakonu, sem býr í Kristnesi. Eitt komma tvö tonn af járni fóru í smíði Eddu. Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira