Forstjóri Rapyd vill eyða öllum Hamasliðum Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 17:22 Arik Shtilman var heitur á LinkedIn og sagði Tindi að ísraelsmenn myndu drepa alla hamas-liða á Gasa og eyða þeim. Rapyd „Þessi samskipti sem ég átti við CEO Rapyd slógu mig algjörlega út af laginu. Hryllingi er svarað með margföldum hryllingi,“ segir Tindur Hafsteinsson á Facebook-síðu sinni. Umrædd samskipti sem vöktu upp þessar tilfinningar með Tindi fóru fram á LinkedIn og voru við Arik Shtilman, sem er forstjóri og stofnandi ísraelska sprotafyrirtækisins Rapyd sem er umsvifamesta greiðslumiðlun á Íslandi. Arik Shtilman hafði þá birt færslu þar sem sagði einfaldlega: Við munum sigra. Rapyd styður Ísrael. „Furðulegt að sjá stofnanda fyrirtækis sem sækir á alþjóðlegan markað tala á þennan máta. Þessum samskiptum okkar eyddi hann út, en áður hafði ég tekið skjáskot af þeim, því ég trúði ekki mínum eigin augum.“ Tindur hefur birt Facebookfærslu um þessi samskipti og skjáskot af samskiptunum. Tindur spurði, en öll samskipti fóru fram á ensku: Arik Shtilman, ef ég skil staðhæfingu þína rétt, þá er mitt svar það að ég vona að mannúð sigri. Og ég vona að svo sé um þig einnig. Hafandi sagt þetta, ættum við að hafa þennan vettvang lausan við áróður og halda okkur við viðskiptatengd málefni. Til eru ýmsar leiðir aðrar til að tjá skoðanir sínar, svo vinsamlegast notaðu þær heldur fyrir áróður sem þennan. Nema þú kjósir að nota markaðsleiðir Rapyd fyrir skoðanir sem þessar en þá ættir þú að gera þér grein fyrir því að það kunni að koma niður á viðskiptahagsmunum og fæla frá fjárfesta. Shtilman svaraði að bragði: Tindur Hafsteinson. Þú hefur ef til vill ekki skilið það sem ég var að segja þá mun ég nú endurtaka það með eins einföldum hætti og mér er unnt: Við munum drepa hvern einasta hamas-terrorista á Gasa og eyða þeim. Skilið? Tindur spurði þá um hvað slíkt mætti kosta, að mati Shtilmans eða „and at what cost do you fell that being jusitifiable?“). Shtilmans svaraði: „Any cost“. Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Greiðslumiðlun Mest lesið Albert mættur í dómsal Innlent Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Erlent Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Innlent „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu Erlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Sigurður Helgi Guðjónsson látinn Innlent Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Innlent 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Erlent Fleiri fréttir Róbert Spanó telur ákvörðun Guðrúnar ekki standast Vilja halda áfram sameiningarviðræðum á Suðurnesjum Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti Albert mættur í dómsal Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Sigurður Helgi Guðjónsson látinn Lögregla kölluð til vegna slagsmála Heildartjón á mannvirkjum áætlað allt að 16 til 17 milljarðar Lítið mál að fjölga löggum „Góði líttu þér nær!“ „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra Tárast yfir verði á aðgerð og þúsundir barna á biðlista „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Tæplega áttatíu börn með stöðu sakbornings í ofbeldismálum Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Börnin bíða, bíða og bíða Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Þær 25 aðgerðir sem fjármagna á vegna ofbeldis barna Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Metfjöldi veðurviðvarana að sumri til eftir rólegasta veturinn Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Sjá meira
Umrædd samskipti sem vöktu upp þessar tilfinningar með Tindi fóru fram á LinkedIn og voru við Arik Shtilman, sem er forstjóri og stofnandi ísraelska sprotafyrirtækisins Rapyd sem er umsvifamesta greiðslumiðlun á Íslandi. Arik Shtilman hafði þá birt færslu þar sem sagði einfaldlega: Við munum sigra. Rapyd styður Ísrael. „Furðulegt að sjá stofnanda fyrirtækis sem sækir á alþjóðlegan markað tala á þennan máta. Þessum samskiptum okkar eyddi hann út, en áður hafði ég tekið skjáskot af þeim, því ég trúði ekki mínum eigin augum.“ Tindur hefur birt Facebookfærslu um þessi samskipti og skjáskot af samskiptunum. Tindur spurði, en öll samskipti fóru fram á ensku: Arik Shtilman, ef ég skil staðhæfingu þína rétt, þá er mitt svar það að ég vona að mannúð sigri. Og ég vona að svo sé um þig einnig. Hafandi sagt þetta, ættum við að hafa þennan vettvang lausan við áróður og halda okkur við viðskiptatengd málefni. Til eru ýmsar leiðir aðrar til að tjá skoðanir sínar, svo vinsamlegast notaðu þær heldur fyrir áróður sem þennan. Nema þú kjósir að nota markaðsleiðir Rapyd fyrir skoðanir sem þessar en þá ættir þú að gera þér grein fyrir því að það kunni að koma niður á viðskiptahagsmunum og fæla frá fjárfesta. Shtilman svaraði að bragði: Tindur Hafsteinson. Þú hefur ef til vill ekki skilið það sem ég var að segja þá mun ég nú endurtaka það með eins einföldum hætti og mér er unnt: Við munum drepa hvern einasta hamas-terrorista á Gasa og eyða þeim. Skilið? Tindur spurði þá um hvað slíkt mætti kosta, að mati Shtilmans eða „and at what cost do you fell that being jusitifiable?“). Shtilmans svaraði: „Any cost“.
Átök í Ísrael og Palestínu Auglýsinga- og markaðsmál Greiðslumiðlun Mest lesið Albert mættur í dómsal Innlent Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Erlent Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Innlent „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu Erlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Sigurður Helgi Guðjónsson látinn Innlent Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Innlent 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Erlent Fleiri fréttir Róbert Spanó telur ákvörðun Guðrúnar ekki standast Vilja halda áfram sameiningarviðræðum á Suðurnesjum Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti Albert mættur í dómsal Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Sigurður Helgi Guðjónsson látinn Lögregla kölluð til vegna slagsmála Heildartjón á mannvirkjum áætlað allt að 16 til 17 milljarðar Lítið mál að fjölga löggum „Góði líttu þér nær!“ „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra Tárast yfir verði á aðgerð og þúsundir barna á biðlista „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Tæplega áttatíu börn með stöðu sakbornings í ofbeldismálum Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Börnin bíða, bíða og bíða Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Þær 25 aðgerðir sem fjármagna á vegna ofbeldis barna Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Metfjöldi veðurviðvarana að sumri til eftir rólegasta veturinn Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Sjá meira