Í ár var búningurinn ekki í síðara laginu og mætti hún sem páfugl og fékk níu akróbatdansara sér til liðs til að mynda stélið og fætur fuglsins.

Eiginmaður Heidi, Tom Kaulitz, mætti sem egg.
Fyrirsætan heldur mikið upp á hrekkjavökuna og leggur alltaf mikið í búningana sína. Hún hefur meðal annars mætt sem simpansi, hún sjálf ásamt 5 tvíförum, gamalmenni, Fíóna úr vinsælu barnamyndinni Shrek og ýmislegt fleira.

