Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 12:44 Bjarni segir að forstætisráðuneytið hafi haft allar þær upplýsingar um afstöðu Íslands áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. vísir/vilhelm Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46