Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12. Vísir

Ísrael gerði loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar í morgun. Ísraelsmenn segja Hamas-liða hafa hreiðrað um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Forsætisráðherra Ísraels segir von á löngu og ströngu stríði. Farið verður yfir stöðuna á Gasaströndinni í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Þá var sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykkt í íbúakosningu í gær. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa var hlynntur sameiningunni. Bæjarstjóri Vesturbyggðar fagnar þessu og segir mörg verkefni bíða nýs sveitarfélags. 

Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Miklar deilur eru um hvar eigi að koma fólkinu fyrir. Þá förum við yfir niðurstöður ársþings  Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Vík í Mýrdal í vikunni. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×