Lífið

Glóð um jólin til styrktar Konukoti

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Áformað er að Glóð 2023 verði fyrst í röð sex stjaka sem kynntir verða árlega og seldir til styrktar starfsemi Konukots.
Áformað er að Glóð 2023 verði fyrst í röð sex stjaka sem kynntir verða árlega og seldir til styrktar starfsemi Konukots.

Nýr íslenskur hönnunargripur, Glóð, var kynntur með viðhöfn í Smiðsbúðinni á Geirsgötu í gær. Um er að ræða kertastjaka sem verður seldur til styrktar Konukoti, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur.

Listakonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Harpa Arnardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir spiluðu á hljóðfæri og tóku lagið fyrir gesti. Þar meðal flutti Ólafía Hrönn frumsamið lag við texta Halldórs Laxness.

Tímalaus hönnun 

Með kaupum á Glóð er hægt að sameina í einni gjöf vandaða íslenska hönnun og stuðning við nauðsynlega starfsemi Konukots. Erling Jóhannesson gullsmiður hannaði stjakann, en hann hentar fyrir lítið kertaljós og er gerður úr möttu og spegluðu stáli, sem er skorið út í tímalaust form sem vísar meðal annars í hátíðahefðir á íslenskum heimilum. Smiðsbúðin er verkstæði og verslun gullsmiðanna Erlings og Helgu Óskar.

Áformað er að Glóð 2023 verði fyrst í röð sex stjaka sem kynntir verða árlega og seldir til styrktar starfsemi KonukotsArnar Halldórsson

Áformað er að Glóð 2023 verði fyrst í röð sex stjaka sem kynntir verða árlega og seldir til styrktar starfsemi Konukots. Glóð verður seld í Smiðsbúðinni auk helstu gjafaverslana s.s. Epal og Kokku.

Konukot er rekið af félagasamtökunum Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg, en stór hluti starfsins fer fram í sjálfboðavinnu, og þjónar hópi sem hefur fjölbreyttan bakgrunn og þarfir. Hugmyndafræði Rótarinnar byggist á því að nálgast fíkn sem fjölþættan vanda, afleiðingu áfalla og félagslegra aðstæðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×