Innlent

Dag­legar á­rásir á orku­kerfin úr rúss­neskum IP-tölum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hvað gerðist ef óprúttnum aðilum tækist að taka yfir orkukerfi landsins?
Hvað gerðist ef óprúttnum aðilum tækist að taka yfir orkukerfi landsins? Vísir/Vilhelm

„Við verðum daglega vör við að reynt sé að komast inn,“ segir Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets og formaður neyðarsamstarfs raforkufyrirtækja, um stöðugar tilraunir til netárása á raforkukerfið og aðra inniviði.

Frá þessu greinir Halldór í samtali við Morgunblaðið en hann segir árásunum hafa fjölgað í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Reykjavík í maí síðastliðnum.

Hann segir árásirnar að mestum hluta gerðar úr tölvum með IP-tölur í Rússlandi.

Stærstu orkufyrirtæki landsins standa nú að sameiginlegri netöryggisæfingu ásamt fulltrúum Orkustofnunar, CERT-IS, almannavarna og stjórnvalda. Þá eru hér fulltrúar KraftCERT, ráðgjafarfyrirtækis sem starfar fyrir orkuiðnaðinn í Noregi.

Halldór segir að á fyrri æfingum hafi meðal annars verið æfð viðbrögð við náttúruhamförum en í ár séu netöryggismál í forgrunni.

„Við erum að spinna út frá því hvernig við eig­um að bregðast við ef ein­hverj­ir óprúttn­ir aðilar reyna að taka yfir orku­kerf­in í land­inu. Hvernig við get­um unnið sam­an, deilt upp­lýs­ing­um og fengið sér­fræðiaðstoð sem fyrst,“ seg­ir hann.

Ein af verstu mögulegu sviðsmyndunum sem æfðar séu sé til að mynda ef utanaðkomandi aðila tækist að ná stjórn á orkukerfum landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×