Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 13:35 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog 1-7 laugardagskvöldið 23. september. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu og segir kröfuna byggða á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Rannsókninni hefur miðað. Hún er mjög umgangsmikil, það hefur þurft að yfirheyra marga, fara yfir mikið af gögnum og bíða eftir niðurstöðum úr krufningu og lokaniðurstaða úr henni liggur ekki ennþá fyrir,“ segir Ævar. Fyrstu niðurstöður krufningar á manninum, sem var 58 ára gamall þegar hann lést 23. september, benda til að honum hafi verið ráðinn bani. Kona á 42. aldursári var handtekin á vettvangi og úrskurðuð í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Bæði glímt við fíkn lengi Karlmaðurinn og konan eru bæði Íslendingar sem hafa átt við vímuefnavanda að stríða um langt skeið samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn var 58 ára tveggja barna faðir sem hafði tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Konan er 41 árs og á einnig langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Konan átti smáhund sem fannst dauður á vettvangi í Bátavogi á laugardagskvöldið. Konan var mánudaginn 25. september úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þá hafði líkið ekki verið krufið og óljóst hvað hafði átt sér stað. Í kjölfarið var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku og svo aftur í tveggja vikna varðhald sem rennur út í dag. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22 Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu og segir kröfuna byggða á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Rannsókninni hefur miðað. Hún er mjög umgangsmikil, það hefur þurft að yfirheyra marga, fara yfir mikið af gögnum og bíða eftir niðurstöðum úr krufningu og lokaniðurstaða úr henni liggur ekki ennþá fyrir,“ segir Ævar. Fyrstu niðurstöður krufningar á manninum, sem var 58 ára gamall þegar hann lést 23. september, benda til að honum hafi verið ráðinn bani. Kona á 42. aldursári var handtekin á vettvangi og úrskurðuð í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Bæði glímt við fíkn lengi Karlmaðurinn og konan eru bæði Íslendingar sem hafa átt við vímuefnavanda að stríða um langt skeið samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn var 58 ára tveggja barna faðir sem hafði tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Konan er 41 árs og á einnig langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Konan átti smáhund sem fannst dauður á vettvangi í Bátavogi á laugardagskvöldið. Konan var mánudaginn 25. september úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þá hafði líkið ekki verið krufið og óljóst hvað hafði átt sér stað. Í kjölfarið var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku og svo aftur í tveggja vikna varðhald sem rennur út í dag.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22 Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22
Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17
Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58