Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2023 13:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030. Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín. Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín.
Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira