Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:28 Upptök skjálftanna stóru voru norður af Þorbirni í Grindavík. Vísir/Egill Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59