Innlent

Kaup­endur raf­bíla muni geta sótt um styrk úr Orku­sjóði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skattaívilnanir vegna rafbíla falla niður um áramótin.
Skattaívilnanir vegna rafbíla falla niður um áramótin.

Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að stefnt sé að því að styrkurinn nemi allt að 900 þúsund krónum á hvern bíl í fjölskyldubílaflokki.

„Nokkr­ir flokk­ar verða í boði og það verða jafn­framt veitt­ir styrk­ir við kaup á at­vinnu­tækj­um. Það verða mis­mun­andi upp­hæðir í boði eft­ir gerð bíls, eft­ir því hvort sótt er um styrk við kaup á fjöl­skyldu­bíl eða sendi­bíl. Það verður fyrst og fremst um þessa tvo flokka að ræða. Síðan verður styrk­ur­inn af­greidd­ur á þann banka­reikn­ing sem viðkom­andi eig­andi hef­ur gefið upp á skatt­skýrsl­um. Um­sókn­in verður svo greidd sam­dæg­urs eða inn­an tveggja daga,“ seg­ir Ragn­ar K. Ásmundsson, sem fer með málefni Orkusjóðs hjá Orkustofnun.

Styrkirnir verða veittir úr Orkusjóði.

Heimildir Morgunblaðsins herma að til standi að verja 30 milljörðum króna í umrædda styrki á árunum 2024 til 2027. Ekki sé gert ráð fyrir þaki á fjölda umsókna en kaupverð einstaka bifreiða verði að vera undir 10 milljónum króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×