Innlent

Ferða­menn fastir í Hólms­á

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Aðgerðir á vettvangi gengu vel.
Aðgerðir á vettvangi gengu vel. Landsbjörg

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða ferðamenn sem festu jeppa í Hólmsá. Vel gekk að losa bílinn og var aðgerðum lokið rétt fyrir miðnætti.

Ferðamennirnir voru á vaði í ánni þegar jeppinn festist og voru björgunarsveitirnar Stjarnan og Lífgjöf kallaðar út. Þær komu að ferðamönnunum sitt hvoru megin árinnar, þar sem ekki var vitað hvort hún væri fær vegna vatnavaxta.

Hópurinn ætlaði að gista í fjallaskála að Fjallabaki en var ráðlagt að halda til byggða vegna aðstæðna, sem þau og gerðu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Myndin var tekin á vettvangi í gærkvöldi.Landsbjörg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×