„Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 13:37 Vigdís Hasler er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Bændasamtök Íslands Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fór yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðuna sjaldan eða aldrei hafa verið jafnslæma. „Tilfellið er bara að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni. Og fólk verður bara svolítið að átta sig á því að þetta er ekkert væl. Þetta er annað að því leytinu til, í stóra samhenginu ef við spólum nokkur ár til baka þá hafa þetta yfirleitt verið sauðfjárbændur. Okei, gott og vel. Það sem hefur hins vegar orðið, staðan núna, að þetta er eiginlega þvert á allar greinar. Hagræðingarkrafan hefur komið frá ríkinu og kröfur um í rauninni betri aðbúnað fyrir dýr og þess háttar, þessi fjárfesting sem aðilar eru knúnir til þess að fara í, bara t.d. mjólkurframleiðslu, svínarækt og svo framvegis, hún hefur líka haft sitthvað að segja.“ Gríðarleg hækkun aðfanga Hún segir að bændur hafi á góðu ári greitt sér um fjórar milljónir á mann í árslaun og kallar eftir tafarlausum aðgerðum. „Ég ætla að taka dæmi: árið 2021 var fínt dæmi í landbúnaði miðað við þær greiningar sem við höfum. Þar var meðalkúabúið að greiða sér í kringum átta milljónir í árslaun miðað við tvo, sem myndu þá starfa á búinu. Í dag eru þetta tvær [milljónir]. Það sem er að valda er bara að staðan hefur versnað gríðarlega hratt og það eru þarna inni aðfangahækkanir út af Covid og Úkraínustríðinu sem hafa ekki gengið til baka. Til dæmis á síðasta ári þá fengu bændur sprettgreiðslu, tvo og hálfan milljarð króna, plús svo síðan 700 í niðurgreiðslu á áburði og þetta var aðgerð sem stjórnvöld gripu til út af þessari gríðarlegu hækkun aðfanga, sem gerði það að verkum að það frestaði bara þeirri ömurlegu stöðu sem við erum í núna.“ „Auðvitað svara allir já við því“ Vigdís bendir á að enginn vilji sjá íslenskan landbúnað hverfa á braut. „Staðan sem blasir við atvinnugreininni núna, hún kemur fram í eins og ég segi kostnaðarhækkunum og hækkun stýrivaxta. Sem eru tveir áhrifaþættir sem munu líklega ná að ganga að einhverjum hluta til baka í eðlilegu árferði og það er bara vonandi. Það er hins vegar, við þurfum að taka samtal um það hvernig landbúnað við viljum sjá. Ég er orðin þreytt á spurningunni: „Viljum við hafa íslenska landbúnaðarframleiðslu.“ Auðvitað svara allir já við því.“ Grafalvarleg staða Hún segir að bændur geti einfaldlega ekki hagrætt meira. Grípi ríkisstjórnin ekki í taumana gæti sjálfstæði íslenskra bænda heyrt sögunni til. „Við erum að sjá núna, og það blasir við til dæmis eins og í ferðaþjónustunni og í sjókvíaeldinu, að þar eru erlendir aðilar að koma inn með fjármagn. Og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það eru aðilar að banka á dyrnar hjá okkur og vilja fá kynningu á íslenskum landbúnaði. Þetta eru Bandaríkjamenn, þetta eru Hollendingar, sem hafa og sjá tækifærin í því að komast með klærnar þar sem verið er að framleiða heilnæmar afurðir þar sem við erum að gefa búfénaðinum drykkjarvatn, sama vatn og ég og þú drekkum, framleiðslan er á endurnýjanlegri orku. Viljum við að þetta verði staðan?“ „Þetta er sú grafalvarlega staða sem við stöndum frammi fyrir, að við gætum allt í einu á einhverjum tímapunkti verið að missa niður okkar eigin framleiðslu sem hefur alltaf verið hluti af sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. En staðan er enn og aftur að við þurfum að fara að greina stöðuna og það þarf að leysa vandann á næstu vikum en ekki næsta ári,“ segir Vigdís að lokum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Vigdísi í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Landbúnaður Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fór yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðuna sjaldan eða aldrei hafa verið jafnslæma. „Tilfellið er bara að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni. Og fólk verður bara svolítið að átta sig á því að þetta er ekkert væl. Þetta er annað að því leytinu til, í stóra samhenginu ef við spólum nokkur ár til baka þá hafa þetta yfirleitt verið sauðfjárbændur. Okei, gott og vel. Það sem hefur hins vegar orðið, staðan núna, að þetta er eiginlega þvert á allar greinar. Hagræðingarkrafan hefur komið frá ríkinu og kröfur um í rauninni betri aðbúnað fyrir dýr og þess háttar, þessi fjárfesting sem aðilar eru knúnir til þess að fara í, bara t.d. mjólkurframleiðslu, svínarækt og svo framvegis, hún hefur líka haft sitthvað að segja.“ Gríðarleg hækkun aðfanga Hún segir að bændur hafi á góðu ári greitt sér um fjórar milljónir á mann í árslaun og kallar eftir tafarlausum aðgerðum. „Ég ætla að taka dæmi: árið 2021 var fínt dæmi í landbúnaði miðað við þær greiningar sem við höfum. Þar var meðalkúabúið að greiða sér í kringum átta milljónir í árslaun miðað við tvo, sem myndu þá starfa á búinu. Í dag eru þetta tvær [milljónir]. Það sem er að valda er bara að staðan hefur versnað gríðarlega hratt og það eru þarna inni aðfangahækkanir út af Covid og Úkraínustríðinu sem hafa ekki gengið til baka. Til dæmis á síðasta ári þá fengu bændur sprettgreiðslu, tvo og hálfan milljarð króna, plús svo síðan 700 í niðurgreiðslu á áburði og þetta var aðgerð sem stjórnvöld gripu til út af þessari gríðarlegu hækkun aðfanga, sem gerði það að verkum að það frestaði bara þeirri ömurlegu stöðu sem við erum í núna.“ „Auðvitað svara allir já við því“ Vigdís bendir á að enginn vilji sjá íslenskan landbúnað hverfa á braut. „Staðan sem blasir við atvinnugreininni núna, hún kemur fram í eins og ég segi kostnaðarhækkunum og hækkun stýrivaxta. Sem eru tveir áhrifaþættir sem munu líklega ná að ganga að einhverjum hluta til baka í eðlilegu árferði og það er bara vonandi. Það er hins vegar, við þurfum að taka samtal um það hvernig landbúnað við viljum sjá. Ég er orðin þreytt á spurningunni: „Viljum við hafa íslenska landbúnaðarframleiðslu.“ Auðvitað svara allir já við því.“ Grafalvarleg staða Hún segir að bændur geti einfaldlega ekki hagrætt meira. Grípi ríkisstjórnin ekki í taumana gæti sjálfstæði íslenskra bænda heyrt sögunni til. „Við erum að sjá núna, og það blasir við til dæmis eins og í ferðaþjónustunni og í sjókvíaeldinu, að þar eru erlendir aðilar að koma inn með fjármagn. Og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það eru aðilar að banka á dyrnar hjá okkur og vilja fá kynningu á íslenskum landbúnaði. Þetta eru Bandaríkjamenn, þetta eru Hollendingar, sem hafa og sjá tækifærin í því að komast með klærnar þar sem verið er að framleiða heilnæmar afurðir þar sem við erum að gefa búfénaðinum drykkjarvatn, sama vatn og ég og þú drekkum, framleiðslan er á endurnýjanlegri orku. Viljum við að þetta verði staðan?“ „Þetta er sú grafalvarlega staða sem við stöndum frammi fyrir, að við gætum allt í einu á einhverjum tímapunkti verið að missa niður okkar eigin framleiðslu sem hefur alltaf verið hluti af sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. En staðan er enn og aftur að við þurfum að fara að greina stöðuna og það þarf að leysa vandann á næstu vikum en ekki næsta ári,“ segir Vigdís að lokum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Vigdísi í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Landbúnaður Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira