Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 12:06 Sara Lind Guðbergsdóttir er forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira