Segja löðrunginn eiga sér enga hliðstæðu hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2023 12:05 Myndskeiðið af löðrungnum vakti mikla reiði eftir að það komst í umferð á samfélagsmiðlum. Íslenskir leiðsögumenn fordæma atvik á Hótel Örk nýlega þar sem kona, sem sögð er fararstjóri, löðrungaði skólastelpu frá Bretlandi. Þetta ömurlega háttalag er sagt ekki eiga sér hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis. Málið hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum sem íslenskum. Lögreglan á Suðurlandi er með málið á sínu borði. Fulltrúar lögreglu vildu ekki upplýsa á mánudag hvort rætt hefði verið við konuna sem löðrungaði stúlkuna. Stjórn Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, ályktaði vegna málsins: „Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló ungmenni sem var hér á ferð á Íslandi ásamt hópi skólafélaga frá Bretlandi. Atvikið var tekið upp á myndband og sent á breska og innlenda fjölmiðla.“ Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Í siðareglum leiðsögumanna segir að leiðsögumaður taki ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi, hvorki í orðum eða gjörðum, og sé á varðbergi gagnvart slíkri háttsemi hjá öðrum. „Augljóst er að atvik þetta stríðir alfarið gegn siðareglum félagsins og er að mati stjórnar lögreglumál fyrst og fremst.“ Jóna Fanney Friðriksdóttir er formaður Leiðsagnar. Það sé von stjórnar Leiðsagnar að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, hérlendis sem og erlendis átti sig á að hér sé um vítavert háttalag að ræða sem á engan hátt endurspegli þá faglegu og vingjarnlegu þjónustu sem leiðsögumenn hérlendis eru þekktir fyrir. „Stjórn sendir öllum í Harris Girls Academy Bromley í New Beckenham hlýjar kveðjur og vonast til að stúlkan sem fyrir árásinni varð jafni sig fljótlega,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður Leiðsagnar. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Málið hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum sem íslenskum. Lögreglan á Suðurlandi er með málið á sínu borði. Fulltrúar lögreglu vildu ekki upplýsa á mánudag hvort rætt hefði verið við konuna sem löðrungaði stúlkuna. Stjórn Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, ályktaði vegna málsins: „Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló ungmenni sem var hér á ferð á Íslandi ásamt hópi skólafélaga frá Bretlandi. Atvikið var tekið upp á myndband og sent á breska og innlenda fjölmiðla.“ Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Í siðareglum leiðsögumanna segir að leiðsögumaður taki ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi, hvorki í orðum eða gjörðum, og sé á varðbergi gagnvart slíkri háttsemi hjá öðrum. „Augljóst er að atvik þetta stríðir alfarið gegn siðareglum félagsins og er að mati stjórnar lögreglumál fyrst og fremst.“ Jóna Fanney Friðriksdóttir er formaður Leiðsagnar. Það sé von stjórnar Leiðsagnar að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, hérlendis sem og erlendis átti sig á að hér sé um vítavert háttalag að ræða sem á engan hátt endurspegli þá faglegu og vingjarnlegu þjónustu sem leiðsögumenn hérlendis eru þekktir fyrir. „Stjórn sendir öllum í Harris Girls Academy Bromley í New Beckenham hlýjar kveðjur og vonast til að stúlkan sem fyrir árásinni varð jafni sig fljótlega,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður Leiðsagnar.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00