Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 19:47 Þrír voru fluttir á slysadeild vegna brunans, þar af einn í lífshættu. Vísir/Vilhelm Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. Einn þeirra sem fluttur var á slysadeild var inni í herberginu þar sem eldurinn kom upp. Sá er talinn í lífshættu. Hinir tveir sem fluttir voru á slysadeild höfðu komist út af sjálfsdáðum. Annar þeirra var með smávægileg brunasár, en hinn með reykeitrun. Slökkvilið var engu nær um eldsupptök þegar rætt var við Jörgen Valdimarsson varðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta var að vísu ekki hlaupahjól eins og er búið að vera mikið hjá okkur undanfarið. Við erum ekki nær um það, en það er í höndum lögreglu að rannsaka vettvanginn,“ sagði Jörgen. Búið er að negla fyrir dyr herbergisins þar sem eldurinn kom upp. Sumir íbúar komnir inn Búið er að hleypa íbúum í hluta hússins aftur inn. „Á efri hæðina, hún er með sérinngang, og á vestari hlutann á fyrstu hæðinni þar sem var enginn reykur og enginn eldur.“ Ekki liggur fyrir hversu margir búa í húsinu, en íbúi sem fréttastofa ræddi við í dag áætlaði að 20 til 30 manns byggju á efri hæðinni. Jörgen kvaðst ekki geta svarað fyrir það hvort húsið væri samþykkt íbúðarhúsnæði. Höfðuð þið vitneskju um að það væri búið í húsinu og var búið að gera einhverja úttekt, til dæmis á eldvörnum? „Ég hef ekki upplýsingar um hvort það hafi verið búið að gera úttekt, það er önnur deild innan slökkviliðsins sem sér um það. En vissulega vissum við að það væri búið í þessu húsi. Við höfum verið að koma hér á sjúkrabílum og við fengum líka upplýsingar um það á leiðinni að hér byggi fólk. Þannig að við vorum viðbúnir því að við þyrftum hugsanlega að bjarga einhverjum út,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Einn þeirra sem fluttur var á slysadeild var inni í herberginu þar sem eldurinn kom upp. Sá er talinn í lífshættu. Hinir tveir sem fluttir voru á slysadeild höfðu komist út af sjálfsdáðum. Annar þeirra var með smávægileg brunasár, en hinn með reykeitrun. Slökkvilið var engu nær um eldsupptök þegar rætt var við Jörgen Valdimarsson varðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta var að vísu ekki hlaupahjól eins og er búið að vera mikið hjá okkur undanfarið. Við erum ekki nær um það, en það er í höndum lögreglu að rannsaka vettvanginn,“ sagði Jörgen. Búið er að negla fyrir dyr herbergisins þar sem eldurinn kom upp. Sumir íbúar komnir inn Búið er að hleypa íbúum í hluta hússins aftur inn. „Á efri hæðina, hún er með sérinngang, og á vestari hlutann á fyrstu hæðinni þar sem var enginn reykur og enginn eldur.“ Ekki liggur fyrir hversu margir búa í húsinu, en íbúi sem fréttastofa ræddi við í dag áætlaði að 20 til 30 manns byggju á efri hæðinni. Jörgen kvaðst ekki geta svarað fyrir það hvort húsið væri samþykkt íbúðarhúsnæði. Höfðuð þið vitneskju um að það væri búið í húsinu og var búið að gera einhverja úttekt, til dæmis á eldvörnum? „Ég hef ekki upplýsingar um hvort það hafi verið búið að gera úttekt, það er önnur deild innan slökkviliðsins sem sér um það. En vissulega vissum við að það væri búið í þessu húsi. Við höfum verið að koma hér á sjúkrabílum og við fengum líka upplýsingar um það á leiðinni að hér byggi fólk. Þannig að við vorum viðbúnir því að við þyrftum hugsanlega að bjarga einhverjum út,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37