Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan tólf. vísir

Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar vill að Vinstri græn eða Framsókn hafi forræði á því að klára söluna á Íslandsbanka. Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við verkefnið. Við heyrum umræður hennar og formanns Framsóknar um tíðindi gærdagsins í fréttatímanum.

Þá förum við yfir þingkosningarnar sem nú fara fram í Póllandi og ræðum við óánægða eldri borgara á Selfossi sem boðuðu til vöfflukaffis til að mótmæla þjónustuskerðingu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×