Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. vísir

Nýr fjármálaráðherra segir forgangsmál að klára söluna á Íslandsbanka og ná verðbólgu niður. Þetta er fjórða ráðuneytið sem Þórdís Kolbrún stýrir á þem sjö árum sem hún hefur verið ráðherra.

Ísraelsk stjórnvöld hafa gefið um milljón íbúum í norðurhluta Gasastrandarinnar fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín og halda suður. Yfir tvö þúsund manns hafa fallið í loftárásum á Gasa síðastliðna viku.

íbúar í Grafarvogi kvarta undan hópi unglingsstráka sem kastað hafa eggjum í bíla og fólk. Við hittum tólf ára stúlku sem lenti í eggjaárás. 

Þá kíkjum við á flokksráðsfund Samfylkingarinnar á Akureyri og sjáum brot úr metnaðarfullri uppsetningu á Litlu Hryllingsbúðinni.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×