Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2023 14:38 Upptök skjálftans voru við Þorbjörn. Skjálftinn fannst vel í Grindavík. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tíu mínútur yfir klukkan tvö í dag. Upptök skjálftans voru í um kílómetra fjarlægð frá Þorbirni á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst vel í Grindavík. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftavirkni þó ekki orðna það mikla að það sé eitthvað nýtt að gerast núna. Það sé landris en enginn nýr kvikugangur sé búinn að myndast. Um 520 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku og það sem af er þessarri viku hafa rúmlega 220 skjálftar mælst. Í síðustu viku mældust tveir skjálftar stærri en 3, annar 3,3 að stærð vestan Kleifarvatns og hinn 3,2 að stærð um fimm kílómetra norðaustur af Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær kom fram að merki um landris á Reykjanesskaga hafi byrjað að mælast stuttu eftir að eldgosi við Litla-Hrút lauk í sumar. Landrisið er á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um fjórar vikur. Nýjustu GPS mælingar gáfu vísbendingar um hröðun á þessu landrisi og að kvika sé að safnast saman á um tíu kílómetra dýpi. Í tilkynningunni kom jafnframt fram að þenslan væri svipuð því sem hafi verið í aðdraganda síðustu eldgosa og líkur á því að nýr kvikugangur myndist orðnar meiri. Það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Fyrir eldgosin í Fagradalsfjalli 2022 og sumarið 2023 mældust þúsundir jarðskjálfta nokkra daga áður en gos hófst, þegar kvikugangur nálgaðist yfirborð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. 13. október 2023 17:49 Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðarbungu Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag. 4. október 2023 16:53 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tíu mínútur yfir klukkan tvö í dag. Upptök skjálftans voru í um kílómetra fjarlægð frá Þorbirni á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst vel í Grindavík. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftavirkni þó ekki orðna það mikla að það sé eitthvað nýtt að gerast núna. Það sé landris en enginn nýr kvikugangur sé búinn að myndast. Um 520 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku og það sem af er þessarri viku hafa rúmlega 220 skjálftar mælst. Í síðustu viku mældust tveir skjálftar stærri en 3, annar 3,3 að stærð vestan Kleifarvatns og hinn 3,2 að stærð um fimm kílómetra norðaustur af Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær kom fram að merki um landris á Reykjanesskaga hafi byrjað að mælast stuttu eftir að eldgosi við Litla-Hrút lauk í sumar. Landrisið er á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um fjórar vikur. Nýjustu GPS mælingar gáfu vísbendingar um hröðun á þessu landrisi og að kvika sé að safnast saman á um tíu kílómetra dýpi. Í tilkynningunni kom jafnframt fram að þenslan væri svipuð því sem hafi verið í aðdraganda síðustu eldgosa og líkur á því að nýr kvikugangur myndist orðnar meiri. Það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Fyrir eldgosin í Fagradalsfjalli 2022 og sumarið 2023 mældust þúsundir jarðskjálfta nokkra daga áður en gos hófst, þegar kvikugangur nálgaðist yfirborð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. 13. október 2023 17:49 Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðarbungu Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag. 4. október 2023 16:53 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. 13. október 2023 17:49
Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðarbungu Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag. 4. október 2023 16:53