Innlent

Umferðarslys nærri Flúðum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þyrlan lenti á spítalanum rétt eftir klukkan 22 í kvöld.
Þyrlan lenti á spítalanum rétt eftir klukkan 22 í kvöld. Vísir/Vilhelm

Umferðarslys var nærri Flúðum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send að Skeiða- og Hrunamannavegi nærri Flúðum í kvöld vegna bílslyss. Fyrst var greint frá á vef mbl.is.

Þar kemur fram að Lögreglunni á Suðurlandi hafi verið tilkynnt um slysið fyrr í kvöld. Ekkert er vitað um fjölda þeirra sem slösuð eru eða líðan.

Samkvæmt upplýsingum Vísis lenti þyrlan við Landspítalann um 20 mínútum eftir 22 og fór svo stuttu seinna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×