Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2023 11:39 Nýja brúin yfir Þorskafjörð verður vígð 25. október næstkomandi, átta mánuðum á undan áætlun. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. „Það verður vígsla 25. október,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit, í samtali við fréttastofu og segir áformað að innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson opni brúna þann dag. „Það er núna verið að setja niður vegrið. Það er þó óvíst hvort það náist að mála allar línur á veginn fyrir opnun,“ segir Sigurþór. Sigurþór Guðmundsson er verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Með opnun brúarinnar styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Aðalverktakinn Suðurverk hóf verkið vorið 2021, með verksamning sem lægstbjóðandi upp á 2,2 milljarða króna, en byggingarfélagið Eykt smíðaði brúarmannvirkið sem undirverktaki. Klæðningarflokkur Borgarverks lagði svo bundið slitlag á veginn í haust, eins og sjá mátti í beinni útsendingu Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Samtímis vinnur Borgarverk að því að ljúka ellefu kílómetra löngum vegi um Teigsskóg en þar höfðu verklok verið áætluð í lok þessa mánaðar. Hæpið er að það náist en Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, segir veður válynd þessa dagana og óábyrgt að nefna ákveðna tímasetningu um opnun vegarins. Hann kveðst þó vonast til að hægt verði að hleypa umferð á hann í nóvember, en hugsanlega verði þá einhver kafli hans án slitlags. Þá er nýr sex kílómetra vegur inn Djúpafjörð, milli Djúpadals og Hallsteinsness, nánast tilbúinn, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar. Verktaki er Norðurtak. Þessi vegarkafli mun tímabundið verða hluti Vestfjarðavegar eða þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar lýkur, sem Sigurþór vonast til að geti orðið árið 2026. Við Hallsteinsnes. Þorskafjörður til hægri. Þarna liggur vegurinn í átt að Teigsskógi. Neðst til vinstri sést tengingin inn Djúpafjörð.Egill Aðalsteinsson Opnun nýju veganna um Teigsskóg og Djúpafjörð, væntanlega í næsta mánuði, þýðir að vegfarendur losna við að aka um Hjallaháls, 336 metra háan fjallveg milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Kortið sýnir áfangaskiptingu við endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalsssveit.Vegagerðin Á Dynjandisheiði vonast Sigurþór einnig til að hægt verði fyrir veturinn að opna hluta vegarins sem Suðurverk er að leggja yfir háheiðina. Sá kafli er milli Norðdalsár og Vatnahvilftar, um fjögurra kílómetra langur, en tvísýnt er hvort náist að leggja á hann bundið slitlag vegna veðurs. Sigurþór segir að kaflinn verði þá opnaður án klæðningar. Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
„Það verður vígsla 25. október,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit, í samtali við fréttastofu og segir áformað að innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson opni brúna þann dag. „Það er núna verið að setja niður vegrið. Það er þó óvíst hvort það náist að mála allar línur á veginn fyrir opnun,“ segir Sigurþór. Sigurþór Guðmundsson er verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Með opnun brúarinnar styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Aðalverktakinn Suðurverk hóf verkið vorið 2021, með verksamning sem lægstbjóðandi upp á 2,2 milljarða króna, en byggingarfélagið Eykt smíðaði brúarmannvirkið sem undirverktaki. Klæðningarflokkur Borgarverks lagði svo bundið slitlag á veginn í haust, eins og sjá mátti í beinni útsendingu Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Samtímis vinnur Borgarverk að því að ljúka ellefu kílómetra löngum vegi um Teigsskóg en þar höfðu verklok verið áætluð í lok þessa mánaðar. Hæpið er að það náist en Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, segir veður válynd þessa dagana og óábyrgt að nefna ákveðna tímasetningu um opnun vegarins. Hann kveðst þó vonast til að hægt verði að hleypa umferð á hann í nóvember, en hugsanlega verði þá einhver kafli hans án slitlags. Þá er nýr sex kílómetra vegur inn Djúpafjörð, milli Djúpadals og Hallsteinsness, nánast tilbúinn, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar. Verktaki er Norðurtak. Þessi vegarkafli mun tímabundið verða hluti Vestfjarðavegar eða þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar lýkur, sem Sigurþór vonast til að geti orðið árið 2026. Við Hallsteinsnes. Þorskafjörður til hægri. Þarna liggur vegurinn í átt að Teigsskógi. Neðst til vinstri sést tengingin inn Djúpafjörð.Egill Aðalsteinsson Opnun nýju veganna um Teigsskóg og Djúpafjörð, væntanlega í næsta mánuði, þýðir að vegfarendur losna við að aka um Hjallaháls, 336 metra háan fjallveg milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Kortið sýnir áfangaskiptingu við endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalsssveit.Vegagerðin Á Dynjandisheiði vonast Sigurþór einnig til að hægt verði fyrir veturinn að opna hluta vegarins sem Suðurverk er að leggja yfir háheiðina. Sá kafli er milli Norðdalsár og Vatnahvilftar, um fjögurra kílómetra langur, en tvísýnt er hvort náist að leggja á hann bundið slitlag vegna veðurs. Sigurþór segir að kaflinn verði þá opnaður án klæðningar.
Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41