Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2023 08:17 Björgunarsveitir höfðu víða í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já, það var talsvert af verkefnum í nótt og nokkuð víða á landinu. Það var kallað út í Hveragerði vegna foktjóna þar. Á Laugarvatni voru hjólhýsi sem biðu eftir að komast í geymslu að fjúka til, auk þess að það var fok þar á byggingasvæði. Í Bolungarvík var fokútkall og austur á Héraði þurfti að sækja fólk upp í Brúardali sem hafði fest sig, auk þess sem dráttarbílar sem höfðu verið sendir á eftir þeim höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. Hann segir að líklega hafi þó stærsta útkallið í nótt verið vegna tveggja manna sem höfðu farið inn á Fjallabak. „Þeir ætluðu að fara norður og austur á land fyrir norðan jökul en festu sig og var talsvert viðbragð við að fara að leita að þeim. Þeir fundust svo þar sem þeir höfðu fest bíl sinn í Brennivínskvísl. Það tók talsverðan tíma að komast til þeirra og losa þá. Þeir voru komnir til byggða um klukkan fjögur í nótt,“ segir Jón Þór. Fjöldahjálparstöð opnuð á Djúpavogi Hringveginum á milli Hafnar og Djúpavogs var lokað í gær vegna veðurhamsins og er hann enn lokaður. Á vef Vegagerðarinnar segir að nýjar upplýsingar komi klukkan níu. Hinsvegar er búið að opna á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Djúpavogi í gær vegna veðursins en nokkur fjöldi ferðamanna urðu þar strandaglópar þegar hringveginum var lokað að því er fram kemur í Facebook færslu lögreglunnar á Austurlandi. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já, það var talsvert af verkefnum í nótt og nokkuð víða á landinu. Það var kallað út í Hveragerði vegna foktjóna þar. Á Laugarvatni voru hjólhýsi sem biðu eftir að komast í geymslu að fjúka til, auk þess að það var fok þar á byggingasvæði. Í Bolungarvík var fokútkall og austur á Héraði þurfti að sækja fólk upp í Brúardali sem hafði fest sig, auk þess sem dráttarbílar sem höfðu verið sendir á eftir þeim höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. Hann segir að líklega hafi þó stærsta útkallið í nótt verið vegna tveggja manna sem höfðu farið inn á Fjallabak. „Þeir ætluðu að fara norður og austur á land fyrir norðan jökul en festu sig og var talsvert viðbragð við að fara að leita að þeim. Þeir fundust svo þar sem þeir höfðu fest bíl sinn í Brennivínskvísl. Það tók talsverðan tíma að komast til þeirra og losa þá. Þeir voru komnir til byggða um klukkan fjögur í nótt,“ segir Jón Þór. Fjöldahjálparstöð opnuð á Djúpavogi Hringveginum á milli Hafnar og Djúpavogs var lokað í gær vegna veðurhamsins og er hann enn lokaður. Á vef Vegagerðarinnar segir að nýjar upplýsingar komi klukkan níu. Hinsvegar er búið að opna á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Djúpavogi í gær vegna veðursins en nokkur fjöldi ferðamanna urðu þar strandaglópar þegar hringveginum var lokað að því er fram kemur í Facebook færslu lögreglunnar á Austurlandi.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18