Innlent

Svon­a til­kynnt­i Bjarn­i af­sögn sína sem fjár­mál­a­ráð­herr­a

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bjarni lýkur máli sínu á blaðamannafundinum í morgun.
Bjarni lýkur máli sínu á blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Vilhelm

Fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaðamannafundar á tíunda tímanum í morgun. Efni fundarins var ekki gefið upp en fljótlega kom í ljós hvert tilefnið var. 

Í tilkynningu frá Umboðsmanni Alþingis kom fram að í ljósi þess að einkahlutafélag föður fjármála- og efnahagsráðherra var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var í mars 2022 brast hann hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 

Bjarni boðaði fjölmiðla til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann tilkynnti afsögn sína sem fjármálaráðherra. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og má sjá upptöku af honum hér að neðan.

Þá var Vísir með vakt frá fundinum sem lesa má fyrir neðan spilarann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×